Íslendingar hafa verið vopnlaus þjóð frá því á miðöldum. Það hefur stundum valdið smávægilegum vandræðum í samskiptum við vopnaþjóðir. Þegar vænta mátti þess að nokkur herskip kæmu í „kurteisisheimsókn“ í sambandi við hátíðina hófst umræða um hvernig ætti að heilsa þeim formlega, en venja er að gera slíkt með fallbyssuskotum. Ríkisstjórn og alþingi voru ekki hrifin af slíkum leik svo Tryggvi Þórhallsson forsætisráðherra átti í bréfaskriftum við sendiherrann í Kaupmannahöfn, Svein Björnsson.