Brynjófur Sveinsson (f. 1605 - d. 1674) biskup í Skáholti 1639 - 1674 er einn þekktasti biskup Íslendinga. Hann hefur þótt vera dæmi um duglegan og siðavandan embættismann, strangan kirkjuföður og strangan heimilisföður. Honum varð vel ágengt í starfi en glímdi við mikið mótlæti í einkalífi.
Brynjólfur var biskup í 35 ár og skildi eftir sig mikið og vandað skjalasafn.
Þessi vefur um Brynjólf er gerður í tilefni þess að í ár er 400 ára ártíð Brynjólfs. Auk þess hefur hann, sem fræg persóna í Íslandssögunni, verið viðmið sem embættismaður og heimilisfaðir. Þannig hefur Brynjólfur verið hluti íslenskrar sögu og vitundar um langa hríð.
Prestastefnubók Brynjólfs Sveinssonar 1639-1674 er afar merkileg heimild um íslenskt samfélag á 17. öld, ekki síst réttarfar.
Smelltu hér til að skoða stafrænar myndir af bókinni