Haus


Manstu eftir gömlu bílnúmerunum?

Núverandi bílnúmerakerfi var tekið upp fyrir um það bil einum og hálfum áratug. Bílnúmerin sem notuð voru fram til þess voru eitt af einkennum samfélagsins. Í þá daga þekktust menn á bílnúmerum sínum en þau sögðu til um hvar þeir áttu heima. Oft höfðu menn sterkar skoðanir á ökumönnum úr öðrum umdæmum. Þannig þótti Reykvíkingum fólk úr sveitum landsins ekki kunna að aka í Reykjavík. Og úti á landi töldu menn sig þekkja ökumenn úr Reykjavík á því að þeir óku á miðjum vegi og hirtu ekki um að víkja þegar þeir mættu bíl. Þá voru bílnúmer í kaupstöðum og sýslum sett saman úr einkennisbókstaf (-stöfum) í upphafi númers og svo hækkandi tölu frá 1 og upp úr.

Hér að neðan eru myndir af nokkrum gömlum bílnúmerum og það er ómaksins vert að renna augum yfir þau. Getrauninni er lokið, enn ef þú hefur áhuga getur þú prófað þekkingu þína á merkingu gömlu umdæmisstafanna.

Smelltu hér til að prófa

Smelltu hér til að sjß n÷fn ver­launahafa


A B E F
G H Í J
K L M Ó
P R S V
X Y Z Þ