Heimssýningin 1939
Landsmenn hafa kynnt sig utanlands með ýmsu móti. Einn möguleikinn er að taka þátt í menningar- og kynningarsýningum erlendis, sem geta verið af ýmsum toga. Árið 1939 var haldin heimssýning í New York þar sem þjóðum heims gafst færi á að kynna það besta sem þær höfðu fram að færa. Íslendingar stofnuðu nefnd til að annast framkvæmdir og sátu í henni Vilhjálmur Þór, Ragnar E. Kvaran og Haraldur Árnason.
Einn maður varð á undan undirbúningsnefndinni um heimssýninguna 1939, Einar Munksgaard forleggjari í Kaupmannahöfn, sem m.a. gaf mörg helstu fornritin út í glæsilegum ljósprentuðum útgáfum. Hann skrifar Ágústi H. Bjarnason prófessor í október 1937 og vill láta sýna Flateyjarbók og Íslendingabók. Hér kemur líka fram að ekki er víst hvort sýning Íslendinga verði undir hatti Dana eða sjálfstæð síða 1 (Utanríkisráðuneytið 1967, nr. B/64. Mappa III).
Bréf Einars Munksgaard síða 2 (Utanríkisráðuneytið 1967, nr. B/64. Mappa III).