Haus
Bréf Knúts Zimsen borgarstjóra, Matthíasar Þórðarsonar þjóðminjavarðar og Einars Jónssonar myndhöggvara Deilur urðu um staðarval. Um tíma kom til álita að hafa styttuna á Landakotstúninu eða Laugaholti, en Skólavörðuholtið varð þó ofan á. Eins og sjá má á bréfi þremenninganna, Knúts Zimsen borgarstjóra, Matthíasar Þórðarsonar þjóðminjavarðar og Einars Jónssonar myndhöggvara 20. mars 1931 var um þær mundir gert ráð fyrir torgi á holtinu á þeim stað sem Hallgrímskirkja reis síðar, síða 1. (Forsætisráðuneyti 1989-B/40. Alþingishátíðin 1930. Mappa II og III).

Bréf Knúts Zimsen borgarstjóra, Matthíasar Þórðarsonar þjóðminjavarðar og Einars Jónssonar myndhöggvara Bréf Knúts Zimsen borgarstjóra, Matthíasar Þórðarsonar þjóðminjavarðar og Einars Jónssonar myndhöggvara, síða 2.

Bréf borgarstjóra til forsætisráðherra Loks samþykkir borgarstjórinn Skólavörðuholtið þrátt fyrir andstöðu mikils hluta bæjarstjórnarmanna, bréf 22. apríl 1931. (Forsætisráðuneyti 1989-B/40. Alþingishátíðin 1930. Mappa II og III).

Bréf vegamálastjóra til forsætisráðherra Vegamálastjórinn sá um uppsetningu Leifsstyttunnar og sendi kostnaðarreikninga með fylgiskjölum til sjórnarráðsins 31. október 1932. (Forsætisráðuneyti 1989-B/40. Alþingishátíðin 1930. Mappa II og III).

Kaupskrá vegna uppsetningar Leifsstyttunnar Kaupskrá vegna uppsetningar Leifsstyttunnar. Fylgiskjal með bréfi vegamálastjóra til forsætisráðherra. Hér má sjá nöfn þeirra sem unnu við uppsetninguna. (Forsætisráðuneyti 1989-B/40. Alþingishátíðin 1930. Mappa II og III).

Styttan af Leifi heppna

Bandaríkjamenn gáfu Íslendingum styttu þá af Leifi Eiríkssyni eftir myndhöggvarann Stirling Calder sem nú prýðir Skólavörðuholtið. Undirbúningur tók talsverðan tíma svo styttan var ekki komin á stall fyrir en sumarið 1932. Talsverðar bréfaskriftir urðu um málið.


Bréf frá Jóni Krabbe
Bréf frá Jóni Krabbe í Kaupmannahöfn 10. mars 1931 um að myndhöggvarinn muni ganga frá styttunni. (Forsætisráðuneyti 1989-B/40. Alþingishátíðin 1930. Mappa II).