Á tímamótum er tækifærið oft notað til að halda samkomur og rifja upp sögu þjóðarinnar og einkenni hennar. Fyrsta eiginlega þjóðhátíðin var á Þingvöllum 1874 til að minnast landnámsins og hafa nokkrar hátíðir verið haldnar síðar á þeim stað. Á alþingishátíðinni 1930 var þess minnst að 1000 ár voru liðin frá stofnun alþingis. Í tilefni af því var haldin glæsileg og fjölmenn hátíð. Á henni var m.a. undirstrikað með ýmsu móti að Íslendingar stefndu að fullu sjálfstæði frá Dönum, þótt allt væri það kurteislega fram sett. Hér eru sýnd nokkur skjöl sem snerta fáeina þætti í hátíðarhöldunum.