Haus
Opna úr gjörðabók söngmálastjóra Söngmálanefnd gerði tillögu um nýjan þjóðsöng Íslendinga. Hér má líta opnu úr gjörðabók söngmálastjóra þar sem keppni um slíkan söng er reifuð. (Einkaskjalasafn. Ýmis skjalasöfn opinberra stofnana. Alþingishátíðin 1930. Askja nr. 8. Bréfasafn Sigfúsar Einarssonar söngmálastjóra. Gjörðabók).

Opna úr gjörðabók undirbúningsnefndarinnar Skipuð var undirbúningsnefnd fyrir hátíðina árið 1926. Á fundum nefndarinnar voru reifaðar margháttaðar hugmyndir um hvað ætti að gera á henni. Einnig komu ýmsir aðilar á fund nefndarinnar með sínar hugmyndir. Hér má sjá opnu úr gjörðabók nefndarinnar. (Einkaskjalasafn. Ýmis skjalasöfn opinberra stofnana. Alþingishátíðin 1930. Askja nr. 7. Gjörðabók 1926-1930).

Alþingishátíðin 1930

Á tímamótum er tækifærið oft notað til að halda samkomur og rifja upp sögu þjóðarinnar og einkenni hennar. Fyrsta eiginlega þjóðhátíðin var á Þingvöllum 1874 til að minnast landnámsins og hafa nokkrar hátíðir verið haldnar síðar á þeim stað. Á alþingishátíðinni 1930 var þess minnst að 1000 ár voru liðin frá stofnun alþingis. Í tilefni af því var haldin glæsileg og fjölmenn hátíð. Á henni var m.a. undirstrikað með ýmsu móti að Íslendingar stefndu að fullu sjálfstæði frá Dönum, þótt allt væri það kurteislega fram sett. Hér eru sýnd nokkur skjöl sem snerta fáeina þætti í hátíðarhöldunum.