Sjálfstæðisbaráttan einkenndist m.a. af þjóðernisvitund landsmanna og hugmyndum um glæsta fortíð. Eitt kunnasta dæmið um þessa meðvitund eru lok Þjóðfundarins 1851, þegar ætlunin var að ræða framtíðarstöðu Íslands í Danska ríkinu. Þegar fundurinn leystist upp mótmælti Jón Sigurðsson lögleysu konungsfulltrúa en þingmenn mæltu flestir í einu hljóði: „Vér mótmælum allir!“
(Skjalasafn Alþingis 2004-A/7).