Haus
Vér mótmælum allir Mynd af síðu úr fundargerðarbók Þjóðfundarins sem sýnir hin frægu mótmæli íslenskra þingmanna.

Vér mótmælum allir

Sjálfstæðisbaráttan einkenndist m.a. af þjóðernisvitund landsmanna og hugmyndum um glæsta fortíð. Eitt kunnasta dæmið um þessa meðvitund eru lok Þjóðfundarins 1851, þegar ætlunin var að ræða framtíðarstöðu Íslands í Danska ríkinu. Þegar fundurinn leystist upp mótmælti Jón Sigurðsson lögleysu konungsfulltrúa en þingmenn mæltu flestir í einu hljóði: „Vér mótmælum allir!“

Tilvísun í heimild (Skjalasafn Alþingis 2004-A/7).