Haus
Manntal í Skógarstrandarhreppi 1703 Síða úr manntalinu 1703; upphaf manntals í Skógarstrandarhreppi í Snæfellssýslu.

Manntalsgrunnur
Þjóðskjalasafns Íslands

Manntalsgrunnur Þjóðskjalasafns Íslands Árið 2001 birtist fyrsta gerð manntalsgrunnsins á vef Þjóðskjalasafns Íslands. Þar var einungis um manntalið 1703 að ræða og voru gögnin samhljóða tölvuskrá sem Hagstofa Íslands lét Þjóðskjalasafni góðfúslega í té. Í þeirri skrá reyndust vera villur, enda hafði tölvuskrá Hagstofunnar ekki verið borin saman við hina prentuðu útgáfu manntalsins 1703.

Hér birtist önnur gerð manntalsgrunnsins sem inniheldur manntölin 1703 og 1835. Manntalið 1703 er sem fyrr byggt á tölvuskrá Hagstofunnar, en helstu villur hafa þó verið leiðréttar. Enn hefur þessi gerð manntalsins 1703 ekki verið borin saman við prentuðu útgáfuna. Sú gerð manntalsins 1835 sem hér birtist er að stofni til tölvuskrá sem Friðrik Skúlason ehf lét safninu í té, en þó verulega aukin og breytt í samræmi við vélritaða útgáfu manntalsins 1835 sem varðveitt er í Þjóðskjalasafn Íslands. Prófarkalestur og samanburður við vélrituðu útgáfuna hefur þó enn ekki farið fram.

Af hálfu Þjóðskjalasafns er stefnt að því að bæta fleiri manntölum við á næstu mánuðum og verða manntölin 1816 og 1880 næst í röðinni. Þó að þau manntöl sem hér birtast séu enn óprófarkalesin og því ekki villulaus, er vonast til þess að þau komi áhugasömum gestum vefsins að góðu gagni, enda hafi þeir þann fyrirvara sem hér er gerður í huga við notkun manntalsgrunnsins.