Héraðsskjalasafn Borgarfjarðar Á norrænum skjaladegi, laugardaginn 8. nóvember, kl. 13-17 verður opnuð sýning á vegum Héraðsskjalasafns Borgarfjarðar og Hestamannafélagsins Faxa í sýningarsal Safnahúss Borgarfjarðar. Til sýnis verða skjöl og myndir úr fórum hestamannafélagsins sem gefa innsýn í sjötíu ára sögu félagsins, en félagið var stofnað árið 1933. Á sýningunni verður einnig myndband frá hestamóti á Faxaborg 1983 og fáeinum munum verður stillt upp til hliðar við og í tengslum við skjölin. Sitthvað fleira verður á dagskránni á norrænum skjaladegi og verður hún nánast auglýst síðar. Í Hestamannafélaginu Faxa eru hátt í 300 félagar og mikill áhugi er fyrir hestamennsku í héraði. Er því von til þess að mæting verði góð á sýninguna og að með þessu samstarfi komi skjalasafnið til móts við nýjan markhóp. Í tilefni dagsins býðst gestum að gægjast inn í geymslu skjalasafnsins og á boðstólum verður góðgæti. Sýningin stendur til 3. desember og eru allir velkomnir. |
![]() Sjá frétt og myndir frá skjaladeginum |
![]() |