Héraðsskjalasafn Árnesinga Austurvegi 2, pósthólf 2 802 Selfoss Sími: 482 1259 Fax: 482 3070 Rafpóstur Afgreiðslutími: Lesstofa Héraðsskjalasafns Árnesinga er opin almenningi mánudaga, þriðjudaga og föstudaga kl 14:00-18:00 og fimmtudaga kl. 14:00-19:00. |
|
Héraðsskjalasafn Árnesinga tekur ekki þátt í skjaladeginum 2003. Héraðsskjalasafn Árnesinga, skammstafað HérÁrn, var formlega stofnað árið 1985. Umdæmi þess er Árnessýsla með 10 sveitarfélög og 12.789 íbúa þann 1. des. 2002. Við stofnun safnsins voru sveitarfélögin 18. Héraðsnefnd Árnesinga, sem er samvinnunefnd sveitarfélaga í Árnesþingi, á og rekur Héraðsskjalasafn Árnesinga. Héraðsskjalavörður í fullri stöðu vinnur við safnið en síðustu ár hafa aðrir starfsmenn komið þar að í hlutastöðum. Safnið er að Austurvegi 2 á Selfossi við hlið Bæjar- og héraðsbókasafnsins. Les- og vinnustofa er á jarðhæð en skjalageymslur í kjallara. Geymslurými safnsins er um 1200 hillumetrar og af þeim nýtir HérÁrn nú um 700 en bókasafnið afganginn. Skjöl sveitarfélaga eru fyrirferðamest í geymslum safnsins en þar eru einnig skjöl einstaklinga félaga og fyrirtækja. Meðal félaganna eru skjöl ungmennafélaga á safsvæðinu. Þá hefur safninu einnig borist mikið magn ljósmynda og er sýnishorn einnar slíkrar gjafar nú uppi í sýningarskápum safnsins. |