Héraðsskjalasafn Borgarfjarðar Á Héraðsskjalasafni Borgarfjarðar eru varðveitt skjöl úr fórum eftirfarandi íþróttafélaga:
Helstu skjalaflokkar um heilsufar Borgfirðinga eru m.a. fundargerðir og lög Hjarta-og æðasjúkdómavarnafélags Borgarfjarðar, samþykktir, fundargerðir, bréf, ársreikningar, o.fl. úr fórum sjúkrasamlaga hreppanna, fundargerðir og bréf heilbrigðisnefnda, fundargerðir, ársreikningar og bréf Heilsugæslustöðvar Borgarness, fundargerðir Svæðisnefndar heilbrigðiseftirlits Vesturlands, fundargerðir Dvalarheimilis aldraðra Borgarnesi, dagbækur Borgarnessapóteks, minnisbók Salvarar Jörundsdóttur ljósmóður, Reykholtsdal. Eitthvað er til af ljósmyndum sem tengjast heilsu og heilbrigði og einstök skjöl, t.d. í skjalasafni Magnúsar Andréssonar frá Gilsbakka er að finna vísurnar "Lyfsala söngur" og "Lögbundin læknishjálp" eftir Brynjúlf Jónsson, án ártals (líkl. frá um 1900). Í skjalasafni Helgu Björnsdóttur frá Vatnshömrum er bréf Daníels Fjeldsted, skrifað að Hvítárósi 16. janúar 1912, til afabarns hans, Þorsteins Fjelsted, þá stöddum við nám í Reykjavík. Daníel segir fréttir úr sveitinni, s.s. af veikindum, slysförum og skemmtun Ungmennafélagsins. Þá hefur skjalasafn Andakílsárvirkjunar hefur að geyma bréf, dags. 13. september 1991, þar sem óskað er eftir styrk til að gera úttekt á þeim möguleika að koma upp heilsuhæli í Reykholtsdal. Að lokum þessarar upptalningar má benda á skjöl sem varða vissulega hinn jarðneska líkama, á borð við ljósmyndir, líkræður, sálmaskrár og myndbandsupptöku frá jarðarför, svo að eitthvað sé nefnt. |
|
![]() |