Þjóðskjalasafn Íslands Borgarskjalasafn Reykjavíkur Héraðsskjalasafn Kópavogs Héraðsskjalasafn Mosfellsbæjar Héraðsskjalasafn Akranesskaupstaðar Héraðsskjalasafn Borgarfjarðar Héraðsskjalasafn Dalasýslu Héraðsskjalasafn Ísfirðinga Héraðsskjalasafn Vestur-Húnavatnssýslu Héraðsskjalasafn Austur-Húnavatnssýslu Héraðsskjalasafn Skagfirðinga Héraðsskjalasafn Siglufjarðar Héraðsskjalasafn Svarfdæla Héraðsskjalasafnið á Akureyri Héraðsskjalasafn Þingeyinga Héraðsskjalasafn Austfirðinga Héraðsskjalasafn Neskaupstaðar Héraðsskjalasafn Austur-Skaftafellssýslu Héraðsskjalasafn Rangæinga og Vestur-Skaftfellinga Héraðsskjalasafn Vestmannaeyja Héraðsskjalasafn Árnesinga

Héraðsskjalasafn
Austur-Skaftafellssýslu


Héraðsskjalasafn Austur-Skaftafells-sýslu heldur sýningu í samstarfi við Ungmennasambandið Úlfljót. Þema sýningarinnar er: Líkami-heilsa-íþróttir.

Á fyrsta áratug tuttugustu aldar voru stofnuð ungmennafélög í öllum hreppum Austur-Skaftafellssýslu. Árið 1932 mynduðu félögin með sér samband sem hlaut nafnið Ungmennasambandið Úlfljótur, í höfuðið á Úlfljóti lögsögu-manni sem bjó að Bæ í Lóni. Á norræna skjaladaginn verður opnuð sýning á gerðarbókum og öðrum skjölum þessara félaga, sem eru í eigu Héraðsskjala-safns Austur-Skaftafellssýslu og ennfremur verður leitað eftir hvort einhver gögn leynast enn hjá félögunum eða einstaklingum. Þá verða sýnd gögn frá öðrum félögum sem létu sig varða heilbrigði og hreysti, svo sem bindindisfélögum og skátafélögum, og einnig gögn einstaklinga.

Örn Eriksen stingur sér í rafstöðvarlón á sundmóti í Suðursveit árið 1946

Örn Eriksen stingur sér í rafstöðvarlón á sundmóti í Suðursveit árið 1946.

Á sýningunni verður líka fjöldi ljósmynda og einnig eitthvað af munum frá Byggðasafni Austur-Skaftafellssýslu. Sýningin verður í anddyri bókasafnsins í Nýheimum og verður opin a.m.k. út nóvember á opnunartíma bókasafnsins.