Héraðsskjalasafnið á Akureyri Hvað er í safninu sem tengist þema dagsins? Af nógu er að taka. Ef litið er til félaga þá eru hér t.d. gögn frá íþróttafélögum, ungmennafélögum, hjúkrunarfélögum, sundfélögum, leikfimifélagi og frá ýmsum stúkum og bindindisfélögum. Þessu til viðbótar mætti nefna skíðafélög, hestamannafélag, leikfimifélag og skautafélag og mörg önnur félög. Í gögnum frá einstaklingum er m.a. að finna náms- og vinnubækur í heilsufræði og frásagnir af íþróttaiðkun á árum áður. Sé litið til gagna frá hreppum og Akureyrarbæ má nefna ýmislegt í tengslum við íþróttamót, íþróttamannvirki og rekstur þeirra, sitthvað um sjúkrahús á Akureyri og Kristneshæli og um sjúkrasamlög o.s.frv. Sýnishorn úr geymslum tengt efni dagsins |
|
|