Héraðsskjalasafnið á Akureyri Laugardaginn 8. nóvember verður safnið opið kl. 10.00-15.00 eins og aðra laugardaga en engin sérstök sýning verður í tilefni dagsins. Allir eru hvattir til að koma og kynna sér hvað safnið hefur að geyma um íþróttir, líkama og heilsu og sérstaklega eru menn hvattir til að koma og skila inn skjölum um þetta efni til varðveislu á safninu. Héraðsskjalasafnið á Akureyri var stofnað árið 1969. Hlutverk safnsins er söfnun og varðveisla skjala og annarra skráðra heimilda héraðssögunnar, til notkunar fyrir stjórnsýslu, stofnanir og einstaklinga. Umdæmi safnsins nær yfir öll sveitarfélög við Eyjafjörð að undanskilinni Dalvíkurbyggð. Á safninu er veitt almenn ráðgjöf við notkun skráðra heimilda, safngestir á lestrarsal njóta leiðbeininga og aðstoðar, auk þess sem boðin er upplýsingaþjónusta og heimildaleit fyrir stjórnsýslu og almenning. Héraðsskjalasafnið hefur alltaf verið til húsa í Brekkugötu 17 en hefur auk þess þrjár geymslur á öðrum stöðum. Þar til í september s.l. var vinnu- og lestraraðstaða sameiginleg með Amtsbókasafninu á Akureyri en núna hefur skjalasafnið fengið sérstaka hæð í nýrri viðbyggingu hússins, auk geymslu í kjallara. Enn er unnið að endurbótum á eldra húsnæðinu og mun safnið einnig fá geymslu þar. |
|
Myndir úr nýjum húsakynnum |