Þjóðskjalasafn Íslands
Dagskrá norræna skjaladagsins í Þjóðskjalasafni Íslands, Laugavegi 162
Dagskráin hefst kl. 11:
- Opnun sýningar á skjölum frá Landlæknisembættinu sem geymd eru í Þjóðskjalasafni.
- Erindi Þórunnar Guðmundsdóttur sagnfræðings:
„Yðar háæruvelborinheit hr. landlæknir“. Af ársskýrslum héraðslækna.
- Erindi Guðrúnar Sigmundsdóttur yfirlæknis á sóttvarnarsviði:
Bólusóttin 1707–1708. Víti til varnaðar.
- Starfsemi Þjóðskjalasafns kynnt kl. 13, síðan býðst leiðsögn um skjalageymslur.
Auk þess er opin sýning á manntalinu 1703 í tilefni 300 ára afmælis þess.
|