Héraðsskjalasafn Vestmannaeyja Laugardaginn 8. nóvember verður safnið opið frá kl. 13.00-16.00. Í tilefni dagsins verður sett upp sýning á skjölum sem tengjast sögu íþrótta í Eyjum og mun sýningin standa uppi út nóvembermánuð. Bæjarbúar og gestir eru hvattir til þess að koma og kynna sér hve íþróttirnar eiga stóran þátt í sögu sveitarfélagsins. Jafnframt eru menn hvattir til þess að taka til í hirslum sínum og skila inn skjölum með efni tengt líkama, heilsu og íþróttum til varðveislu á safninu. Héraðsskjalasafn Vestmannaeyja var stofnað í mars árið 1980. Meginviðfangsefni safnsins er söfnun og varðveisla skjala Vestmannaeyjabæjar, félaga, stofnana, fyrirtækja og einstaklinga í Eyjum, til notkunar fyrir stofnanir sveitarfélagsins, stjórnsýslu, fyrirtæki og einstaklinga. Skjalavörður veitir leiðbeiningar við notkun skjala á lesstofu safnsins og auk þess er í boði heimildaleit og önnur upplýsingaþjónusta. |
Glíma. |
Frá upphafi hefur safnið verið til húsa í kjallara Safnahúss Vestmannaeyja og haft þar geymslu sem nú hefur verið endurnýjuð frá grunni með tilliti til allra öryggissjónarmiða sem í dag er krafist af stofnunum af þessu tagi. Skjalavörður hefur skrifstofu á fyrstu hæð Safnahússins og safnið hefur sameiginlega lesaðstöðu með Bókasafninu.
Leikfimiflokkur kvenna. Leikfimiflokkur undir stjórn Jens Magnússonar. |