Héraðsskjalasafn Neskaupstaðar Héraðsskjalasafnið á Neskaupstað varðveitir skjöl gamla Norðfjarðarhrepps og skjöl Neskaupstaðar. Þar eru einnig varðveitt skjöl íþróttafélaga. Hins vegar varðveitir Héraðskjalasafn Austurlands skjöl Eskifjarðar og hluta af skjölum Reyðarfjarðar. Rekið er ljósmyndasafn á Eskifirði. Á safninu eru varðveitt skjöl ýmissa íþróttafélaga. Má þar nefna Íþróttafélagið Þrótt, Ungmennafélagið Egil rauða og Ungmennafélag Norðfjarðar, sem stofnað var 1910. Neskaupstaður hefur átt nokkra þekkta íþróttafrömuði í gegnum tíðina og má þar til dæmis nefna Stefán Þorleifsson og Gunnar Ólafsson. Safnið varðveitir einnig talsvert af skjölum um heilsu og heilbrigði. Má þar nefna skjöl Bjarnaborgarspítala fram til 1942, skjöl heilbrigðisnefndar og hluta af skjölum héraðslæknis. |
|
Íþróttarhópur á Eskifirði. |