Þjóðskjalasafn Íslands Borgarskjalasafn Reykjavíkur Héraðsskjalasafn Kópavogs Héraðsskjalasafn Mosfellsbæjar Héraðsskjalasafn Akranesskaupstaðar Héraðsskjalasafn Borgarfjarðar Héraðsskjalasafn Dalasýslu Héraðsskjalasafn Ísfirðinga Héraðsskjalasafn Vestur-Húnavatnssýslu Héraðsskjalasafn Austur-Húnavatnssýslu Héraðsskjalasafn Skagfirðinga Héraðsskjalasafn Siglufjarðar Héraðsskjalasafn Svarfdæla Héraðsskjalasafnið á Akureyri Héraðsskjalasafn Þingeyinga Héraðsskjalasafn Austfirðinga Héraðsskjalasafn Neskaupstaðar Héraðsskjalasafn Austur-Skaftafellssýslu Héraðsskjalasafn Rangæinga og Vestur-Skaftfellinga Héraðsskjalasafn Vestmannaeyja Héraðsskjalasafn Árnesinga


Héraðsskjalasafn Skagfirðinga

Safnið varðveitir margvísleg gögn sem tengjast heilsu og heilbrigði. Af helstu skjalaflokkunum má nefna:

  • Gögn ungmennafélaga
    Í safninu eru varðveitt margvísleg gögn skagfirsku ungmennafélaganna. Af stórum skjalasöfnum má nefna skjöl Ungmennafélagsins Tindastóls sem eru mikil að vöxtum. Gögn ungmennafélaganna eru margvísleg, allt frá fundagerðabókum til skráa um úrslit móta eða leikja. Þá má nefna sveitablöðin sem flest tengdust ungmennafélögunum en mikil gróska var í ritun þeirra í Skagafirði. Jafnframt er talsvert af ljósmyndum sem tengjast íþróttaiðkun í safninu.


  • Gögn sjúkrasamlaga
    Sjúkrasamlögin gegndu mikilvægu hlutverki og voru starfandi í flestum hreppum. Gögn þeirra eru talsverð að vöxtum.


  • Gögn bindindisfélaga
    Bindindishreyfingin í Skagafirði var afar öflug, sérstaklega á Sauðárkróki þar sem stúkurnar Eilífðarblómið og Gleym mér ei héldu uppi öflugu starfi, með leiksýningum, fundahaldi og öflugu barnastarfi. Á Sauðárkróki var einnig stofnað Tóbaksbindindisfélag árið 1929 og starfaði um tíma.


  • Gögn varðandi heilbrigðismál
    Margvísleg göng tengjast heilbrigðismálum með beinum hætti. Heilbrigðismál voru fyrirferðamikil á vettvangi sýslunefnda og einkaskjöl lækna veita innsýn í starf þeirra. Uppbygging heilbrigðisþjónustu var eitt mikilvægasta málið sem kom til umfjöllunar á mannamótum, í blaðagreinum og með ýmsum öðrum hætti. Heilbrigðisnefndir voru einnig starfandi og einstök félög sem höfðu heilbrigðismál að leiðarljósi. Þannig var Náttúrulækningafélag Íslands stofnað á Sauðárkróki árið 1937 og gögn þess félags fyrstu árin varðveitt á safninu.












Stokkið til sigurs
Stokkið til sigurs á íþróttamóti á Sauðárkróki í byrjun 20. aldar.





Sundkennsla í Varmahlíð
Sundkennsla í Varmahlíð.





Stoltir skátar á toppi Tindastóls
Stoltir skátar á toppi Tindastóls.