Héraðsskjalasafn Ísfirðinga Skjalasafnið Ísafirði verður opið milli kl. 14 og 16 á norræna skjaladaginn. Gestum verður boðið að skoða sýningu á skjölum Ungmenna- og íþróttafélaga, þ.m.t. ljósmyndir, og jafnframt að kynna sér starfsemi safnsins. Á safninu er að finna talsvert magn skjala frá þessum félögum t.d. Umf Árvakri Ísafirði frá 1916, Umf Þrótti Hnífsdal og Umf Hnífsdælinga frá 1913 og Umf Önundi Önundarfirði frá 1908. Á Ljósmyndasafninu eru ljósmyndir af ýmsum íþróttagreinum frá ýmsum tímum, m.a. talsvert frá starfi Umf Árvakurs á Ísafirði en einn af forvígismönnum þess, Guðmundur frá Mosdal, lét eftir sig mikið safn ljósmynda. |
|