• Sveinn Sigfússon kaupmaður og útgerðarmaður á Norðfirði.
  • Gísli Hjálmarsson kaupmaður Norðfirði.
  • Ysti hluti Þesþorps um aldamórin 1900 þar var upphaflega verslunarsvæðið og athafnasvæði Sveins Sigfússonar. Myndin er tekin af stjórnpalli millilandaskipsins Laura. Þegar litið er til húsanna á myndinni er lengst til vinstri fiskitöku og anleggshús það sem Jón Magnússon kaupmaður á Eskifirði lét reisa á Nesi í Norðfirði árið 1879. Næstu hús meðfram sjónum eru sjóbúðir og geymsluhús. Þá er íbúðar- og verslunarhús Sveins Sigfússonar og húsin þar næst tilheyra starfsemi hans. Við bryggju verslunarinnar liggur kútter Sigga sem Sveinn kaupmaður átti og gerði út á þessum tíma sem myndin er tekin. Kútter Sigga var síðan seld til Reykjavíkur og var þar nefnd Ingvar RE-100 og fórst á Viðeyjarsundi 7. apríl 1906. Skipið á stjórnborða er talið vera annaðhvort Rjukan eða Ingvar, strandferðaskip Þórarins E. Tuliníusar stórkaupmanns frá Eskifirði. Myndina tók, Fredrick W. Howell.
  • Fremst á myndinni er athafnasvæði Gísla Hjálmarssonar en myndin er tekin um 1915. Lengst til vinstri er verslunar- og íbúðarhús kaupmannsinns. Myndina tók, Björn Björnsson.

Verslunarstaður Norðfirðinga allt frá einokrunartímanum til upphafs 19. aldar var Stóra-Breiðuvík við Reyðarfjörð. Um aldamótin 1800 var verslunin síðan flutt til Eskifjarðar. Viðskipti Norðfirðinga snérust þangað þrátt fyrir 4-5 stunda lestargang út utanverðum Norðfirði. Árið 1842 hófust verslunarumsvif á Seyðisfirði og hófu þá Norðfirðingar einnig að sækja verslunarþjónustu þangað. Upphaf verslunar á Norðfirði má rekja til áranna 1878 og 1879 en þá reistu eskfirsku kaupmennirnir Carl D. Tuliníus og Jón Magnússon svonefnd fiskitökuhús eða anleggshús á Norðfirði. Hófu þeir að taka á móti innleggi frá Norðfirðingum í húsum sínum og höfðu þar auk þess ýmsan varning á boðstólum.

Árið 1879 heimiluðu lög mönnum að stunda svonefnda sveitaverslun ef viðhomandi sýslunefnd gaf til þess tilskilið leyfi. Fyrstur til að fá sveitaverslunarleyfi á Norðfirði var Sveinn Sigfússon en hann öðlaðist leyfi árið 1884. Verslun Sveins var smá í sniðum í fyrstu en efldist skjótt. Árið eftir að Sveinn Sigfússon fékk leyfi til verslunarstarfsemi á Norðfirði fékk Stefán Bjarnason frá Ormsstöðum í Norðfirði samskonar leyfi en hann mun vart hafa mikið fengist við verslunarstarfsemi því hann drukknaði í Knútsbyl í ársbyrjun 1886. Árið 1890 fengu þeir Einar Jónsson hreppstjóri á Ekru í Norðfirði og Þorsteinn Jónsson frá Kirkjubóli í Norðfirði úthlutað leyfum til sveitaverslunar en Einar nýtti leyfi sitt einungis lítilsháttar og Þorsteinn nýtti það aldrei á Norðfirði.

Gísli Hjálmarsson frá Brekku í Mjóafirði fékk hinsvegar verslunarleyfi árið 1893, byggði hann myndalegt verslunarhús á Stekkjarnesi í Norðfirði og hóf þar verslun.

Þegar Nes í Norðfirði varð löggiltur verslunarstaður 27.júlí árið 1895 voru tvær verslanir við lýði í byggðalaginu; verslun Sigfúsar Sveinssonar og verslun Gísla Hjálmarssonar. Staða þessara tveggja verslana var þó ólík þar sem verslun Sveins var innan hinnar skilgreindu verslunarlóðar en verslun Gísla utan hennar. Af þessum ástæðum mátti Sveinn óhindrað selja áfenga drykki í verslun sinni en Gísli var það hins vegar óheimilt. Þótti kaupmönnum því eftirsóknarvert að starfrækja verslun innan löggiltra verslunarlóðar.

Heimildir:
Ýmis gögn í vörslu Skjala- og myndasafns Norðfjarðar og bók Smára Geirssonar, Norðfirðingasaga II.

Norræni skjaladagurinn 12. nóvember 2011