Árið 2009 hætti Kaupfélag Héraðsbúa rekstri og voru þá 100 ár frá stofnun þess. KHB var upphaflega með aðal umsvif sín á Reyðarfirði en hóf jafnframt, nokkru fyrir miðja síðustu öld, fjölþættan rekstur á Egilsstöðum. Hundrað ára sögu er erfitt að gera skil í stuttu máli. Hér hefur því verið valin sú leið að velja til umfjöllunar bílaeign félagsins, en það eignaðist snemma öflugan bílaflota, enda þjónustusvæðið víðlent og yfir fjallvegi að fara. Sjá má í skjölum félagsins að þegar á árinu 1914 kom til álita að kaupa svokallaða sjálfrennireið. Ekki var þó af bílakaupum í það sinn. Á hálfrar aldar afmæli félagsins kom út saga þess og var Kristján Ólason, klæðskeri á Reyðarfirði, fenginn til að taka myndir vegna útgáfunnar. Er hann höfundur myndanna sem hér birtast.
Norræni skjaladagurinn 12. nóvember 2011