Forsíða Leiðari Um skjaladaginn Dagskrá Getraun Skjalasöfnin Veðurslóðir
  • Myndin sínir bátaflota í góðum byr undan Vattarnesbót. Uppi á sjávarkambinum gefur að líta verbúðir sem oft voru allt í senn, aðgerðar- og beitningarhús og íverustaðir sjómannanna. Myndin er líklega tekin snemma á 20. öld.
  • Á myndinni er seglskipið Arthur frá Mandal í Noregi. Myndin er tekin yst í Eskifirði og í baksýn er Hólmanes með Hólmaborg. Í fjarlægð sést fjallið Reyður sem sagan segir að farmaðurinn Naddoður hafi gengið á og þá nefnt landið Snæland. Myndina tók þúsundþjalasmiðurinn Ingimundur Sveinsson „fiðla“ árið 1907.

Um aldir áttu sjómenn allt undir vindunum. Siglingar milli landa voru ekki síður háðar vindorkunni.

Á Vattarnesi við Reyðarfjörð var fyrrum margbýlt og um aldir stundaður þar útvegur. Lögðu menn aðallega stund á veiðar á lúðu, þorski og hákarli og lögðu upp í Vattarnesbót. Á seinni hluta 19. aldar og fram undir miðja 20. öld réri þaðan fjöldi báta. Voru þeir mannaðir bæði heima- og aðkomumönnum og dæmi um að sjómenn af Suðurnesjum réru þaðan á sumrum. Áratugum saman fóru Færeyingar „til lands“ með báta sína á vorin og voru þeir fjölmennir á Vattarnesi þar sem þeir leigðu aðstöðu í landi og gerðu að afla sínum. Færeysku sjómennirnir sem réru frá Vattarnesi komu flestir frá þorpinu Leirvík á Austurey. Sterk tengsl og vinátta mynduðust með árunum milli þeirra og heimamanna.

Norræni skjaladagurinn 13. nóvember 2010