Um aldir áttu sjómenn allt undir vindunum. Siglingar milli landa voru ekki síður háðar vindorkunni.
Á Vattarnesi við Reyðarfjörð var fyrrum margbýlt og um aldir stundaður þar útvegur. Lögðu menn aðallega stund á veiðar á lúðu, þorski og hákarli og lögðu upp í Vattarnesbót. Á seinni hluta 19. aldar og fram undir miðja 20. öld réri þaðan fjöldi báta. Voru þeir mannaðir bæði heima- og aðkomumönnum og dæmi um að sjómenn af Suðurnesjum réru þaðan á sumrum. Áratugum saman fóru Færeyingar „til lands“ með báta sína á vorin og voru þeir fjölmennir á Vattarnesi þar sem þeir leigðu aðstöðu í landi og gerðu að afla sínum. Færeysku sjómennirnir sem réru frá Vattarnesi komu flestir frá þorpinu Leirvík á Austurey. Sterk tengsl og vinátta mynduðust með árunum milli þeirra og heimamanna.
Norræni skjaladagurinn 13. nóvember 2010