Forsíða Leiðari Um skjaladaginn Dagskrá Getraun Skjalasöfnin Veðurslóðir
  • Veðurfarsbók Jónasar Bjarnasonar í Litladal í Svínavatnshreppi.
  • Veðurbók Jóns Einarssonar skósmiðs á Blönduósi.

Veðurfarslýsingar voru mjög algengar hér áður fyrr og skrifuðu bændur iðulega í dagbækur sínar, lýsingar á veðri og hvernig bústörfum væri háttað. Árið 1874 tók Jónas Bjarnason bóndi í Litladal í Svínavatnshreppi sig til og hélt dagbók um samanburð á veðurfari í Svínadal og Milwaukee í Bandaríkjunum. Er þetta mjög einstakt að miða við útlönd en ekki einhvert annað svæði á Íslandi. Ber merki um víðsýnan hugsunarhátt.

En árið 1931 hefur þetta breyst, þá keyptu menn veðurbók sem þeir síðan færðu inn í fyrirfram ákveðnar upplýsingar. Eins og sést best á veðurbók sem Jón Einarsson skósmiður á Blönduósi hélt. Eru þessar myndir til samanburðar á þessum tveimur ólíku bókum.

Þessar bækur eru báðar í geymslu á Héraðsskjalasafni Austur Húnavatnssýslu.

Norræni skjaladagurinn 13. nóvember 2010