Forsíða Leiðari Um skjaladaginn Dagskrá Getraun Skjalasöfnin Veðurslóðir
  • Guðlaugur Daðason á Heinabergi á Skarðsströnd.
  • Úr dagbókum Guðlaugs Daðasonar 13. nóvember 1900.
  • Heinaberg á Skarðsströnd árið 2009.

Á Héraðsskjalasafni Dalasýslu eru varðveittar dagbækur Guðlaugs Daðasonar (1829-1905) bónda á Heinabergi á Skarðsströnd 1859-1905. Dagbækurnar spanna tímabilið 1863-1904. Að góðri hefð er hver dagur byrjaður á veðurlýsingum og helstu verkum dagsins.

Glöggt má sjá í dagbókunum hvernig störf bóndans, þá sem nú, eru háð veðri. Veðrið hafði og mikil áhrif á samgöngur innan sveitar og siglingar fram í eyjar á litlum bátum. Styðsta leið úr Akureyjum í land er einmitt í Heinaberg. Og þegar farið var í kaupstaðarferðir í Stykkishólm varð að nýta staðbundnar vindáttir og strauma til siglinga.

Guðlaugur var athugull maður og í Þjóðólfi 1895 er viðtal við hann. Bráðapest í sauðfé var landlæg á Skarðsströnd og olli miklum búfsifjum. Guðlaugur, einn bænda, missti ekki kind úr veikinni. Hann hafði tekið eftir sambandi milli veðurfars og tíðni bráðapestartilfella. Hýsti hann því fé fyrr á haustin en tíðkaðist í nágrenninu. Auk þess háraði hann því áður en það fór út þegar jörð var héluð. Nú til dags er hægt að bólusetja gegn bráðapest. En sé það ekki gert eiga leiðbeiningar Guðlaugs fullt erindi til bænda í dag.

13. nóvember 1898. Sunnudagur, 4. vika vetrar. Þá er ófært veður, sunnan fyrst, moldbítur og tók upp þá hárok um allan fjörðinn. 2 gráðu hiti þá á R. Fannkoma mikil á jörðu. Þá kom þó Rögnvaldur bóndi í Fagradalstúngu. Það er nú verið að smíða um Bjarna sál. Árnason. Þá sóttum við Jón lömb í eina (eyjuna) gekk furðuvel í ófæru veðri. Ég á 17 og Þorsteinn í Túngu 2. Hímaðar stóðu kindur við í dag.

Norræni skjaladagurinn 13. nóvember 2010