Forsíða Leiðari Um skjaladaginn Dagskrá Getraun Skjalasöfnin Veðurslóðir
  • Úr veðurbókum prestsins í Steinnesi í Húnavatnssýslu árin 1842-1843.
  • Úr veðurbókum prestsins í Steinnesi í Húnavatnssýslu árin 1842-1843.
  • Úr veðurbókum prestsins í Steinnesi í Húnavatnssýslu árin 1842-1843.
  • Úr veðurbókum prestsins í Steinnesi í Húnavatnssýslu árin 1842-1843.

Á fundi Reykjavíkurdeildar Hins íslenska bókmenntafélags 6. október 1840 stakk Jónas Hallgrímsson upp á, að fengnir yrðu prestar eða aðrir í ýmsum héruðum til þess að „adgiæta stödugliga vedurattufar ....“ Tóku félagsmenn vel undir tillöguna og Jóni Þorsteinssyni (Thorstensen), landlækni, Birni Gunnlaugssyni, skólakennara, og Jónasi Hallgrímssyni, candidat philosophie, falið að koma með tillögur um gerð slíkra bóka.

Það varð úr að prestum var skrifað um málið. Jafnframt var danska Vísindafélagið beðið um að styrkja verkefnið með útvegun hitamæla.

Vísindafélagið lét Bókmenntafélaginu í té 45 hitamæla og reglur um notkun þeirra. Bókmenntafélagið gaf út sama ár, 1841, reglur um notkun hitamælanna.

Nokkrar veðurbækur presta finnast í Þjóðskjalasafni, svo sem frá Odda á Rangárvöllum og Melum í Melasveit. Í skjölum Hins íslenska bókmenntafélags sem einnig eru í Þjóðskjalasafni eru veðurfarsskýrslur, sem veðurathugunarmenn hafa sent félaginu.

Sýnishornið hér er frá prestinum í Steinnesi í Húnavatnssýslu árið 1842-1843.

Heimild:
ÞÍ. Rtk - Islands-Journal 5 - Nr 194.

Norræni skjaladagurinn 13. nóvember 2010