Rauða kross pakkar


Njáll Guðmundsson skólastjóri.


Myndin er frá árinu 1964, þegar Kalda stríðið er í algleymingi á Akranesi. Njáll skólastjóri er þarna að afhenda svo nefnda "Rauða kross pakka" en það voru einhvers konar jólagjafir frá Bandaríkjamönnum, ætlaðar fátækum börnum í þriðja heiminum, ellegar í þeim löndum þar sem stórþjóðin þurfti á því að halda að vinna hug og hjörtu, eignast trygga vini. Í pökkunum var margvíslegt smádót, t. d. glerkúlur ("marbles") til að nota í kúluspili, litlar skopparakringlur og því um líkt. Ennfremur höfðu pakkarnir að geyma svonefnd Jó-jó, sennilega þau fyrstu sem sáust á landinu. Þessum pökkum var einungis dreift til 12 ára barna í barnaskólanum í örfá ár.


Þetta efni er frá:
Héraðsskjalasafni Akranesskaupstaðar


 

Athugasemdir gesta


Skráðu athugasemd


Nafn:

Póstfang:
Athugasemdir:

Umsjón