Upphaf vatnsveitu í Kópavogi


Vatnsveitufélag við Kársnesbraut var stofnað að undirlagi Finnboga Rúts Valdemarssonar árið 1944. Fyrirmynd virðist hafa verið höfð í Vatnsveitufélagi Seltirninga. Kópavogshreppur tók vatnsveitulán árið 1948 og voru seld skuldabréf fyrir því á árunum 1948-1951. Oddviti hreppsins, Finnbogi Rútur Valdemarsson, sá um sölu þeirra. Kópavogshreppur tók svo yfir vatnslögn við Kársnesbraut skv. ákvörðun 45. fundar hreppsnefndar 27. ágúst 1951 gegn greiðslu tengigjalds og vatnsskatts eigenda hennar fyrir hálft árið 1950. Á sama fundi var samþykkt vatnsveitureglugerð fyrir hreppinn.


Þetta efni er frá:
Héraðsskjalasafni Kópavogs


 

Athugasemdir gesta


Skráðu athugasemd


Nafn:

Póstfang:
Athugasemdir:

Umsjón