Sambandslagasamningurinn 1918


Uppkastið svokallaða, um samband Íslands og Danmerkur, var fellt í kosningum 1908 en umræðum um tengsl landanna var haldið áfram og með breytingum á stjórnarskránni 1915, þar sem m.a. fékkst rýmkaður kosningaréttur, fékk Ísland sérstakan fána (heimafána). Alþingi samþykkti á næstu árum ýmsar kröfur um aukin réttindi og haustið 1917 kváðust Danir reiðubúnir að ganga til allsherjarsamninga um sambandsmálið. Ein ástæða var að á styrjaldarárunum komst nokkurt los á tengsla landanna en önnur að hugmyndir um sjálfsákvörðunarrétt þjóða fékk ríkari hljómgrunn. Danir samningslipurð gagnvart Íslendingum glæða vonir þeirra um að þeir gætu endurheimt hluta af Slésvík sem þeir misstu til Þjóðverja 1864.

Danir og Íslendingar skipuðu fjóra menn hvorir í sambandslaganefnd sem starfaði frá 1-18. júlí 1918. Í íslensku nefndinni voru Bjarni Jónsson frá Vogi, Einar Arnórsson, Jóhannes Jóhannesson og Þorsteinn M. Jónsson en í þeirri dönsku prófessor Arup, Borgbjerg þingmaður, og ráðherrarnir Chritstensen og Hage. Náðu nefndirnar samkomulagi um "frumvarp til dansk-íslenskra sambandslaga" þar sem Ísland er viðurkennt fullvalda ríki. Lögin eru í 20 greinum og þar m.a. tekið fram að Danir færu með utanríkismál Íslands gæslu landhelginnar þar til Íslendingar tækju hana að sér. Ríkisborgararéttur var aðskilinn en gagnkvæmur í báðum löndum, stofnaður var svokallaður sáttmálasjóður til að efla menningartengsl landanna og tekið fram að Ísland lýsti yfir ævarandi hlutleysi.

Alþingi var kvatt saman um haustið og samþykkti samningin og ríkisþing Danmerkur sömuleiðis. Þjóðaratkvæðagreiðsla var um lögin 19. október 1918 og hann samþykktur með 12.411 atkvæðum en 999 voru á móti. Kosningaþátttaka var aðeins 43,8 % enda geisaði Spænska veikin þá sem ákafast. Sambandslögin tóku gildi 1. desember 1918 og þann dag fór fram athöfn fyrir framan Stjórnarráðið í Reykjavík. Með sambandslögunum náðist megináfangi í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga, Ísland viðurkennt sjálfstætt ríki og brautin rudd fyrir sambandsslit og lýðveldisstofnun að aldarfjórðungi liðnum.

Byggt á kaflanum Sambandslög í bókinni Íslands saga x-ö eftir Einar Laxness, útgefin Reykjavík 1995. 


Þetta efni er frá:
Þjóðskjalasafni Íslands


 

Athugasemdir gesta


Skráðu athugasemd


Nafn:

Póstfang:
Athugasemdir:

Umsjón