Íslenskt skjaldarmerki 1914–1918


Tillaga að fálka í skjaldarmerki fyrir Ísland árið 1903.


Konungsúrskurður 3. október 1903 kveður á um að skjaldarmerki Íslands megi vera hvítur íslenskur fálki. Skyldi fálkinn sitja og snúa til vinstri. Ráðuneyti Íslands í Kaupmannahöfn lét teikna merkið eftir þessari lýsingu. Alberti Íslandsmálaráðherra lagði svo tillöguna fyrir Kristján IX. Danakonung sem samþykkti hana 11. desember 1903. Skjaldarmerki Íslands á árunum 1904-1918 var eins og myndin sýnir.

Lögun bláa flatarins sýnir hvar fálkinn var staðsettur í skjaldarmerki konungs, þ.e. neðst til vinstri. Það var ekki fyrr en árið 1948 að íslenski fálkinn var tekin úr hinu konunglega danska skjaldarmerki.

Íslenskir fálkar voru eftirsóttir við hirðir í Evrópu af því að þeir þóttu góðir til veiða. Þeir voru veiddir og fluttir út frá 11. öld og fram á þá 19. Hvítir fálkar voru sjaldgæfari en gráir. Árið 1710 keypti Danakonungur 83 fálka af íslenskum fálkaveiðurum og voru tveir þeirra hvítir. Fyrir hvítan fálka greiddi hann 15 ríkisdali en 5 fyrir gráan.

Þjóðskjalasafn Íslands. Íslenska stjórnardeildin. Forestillings-og resolutionsprotokol 1903.


Þetta efni er frá:
Þjóðskjalasafni Íslands


 

Athugasemdir gesta


Skráðu athugasemd


Nafn:

Póstfang:
Athugasemdir:

Umsjón