Umsókn um skólaölmusu fyrir Jónas Hallgrímsson


Bréf Rannveigar til biskups fyrir hönd sonar síns.


Ţjóđskjalasafn Íslands. Biskupsskjalasafn C. VII. 3. a. Bessastađaskóli.

Jónas Hallgrímsson var sonur hjónanna sr. Hallgríms Ţorsteinssonar og Rannveigar Jónasdóttur. Jónas fćddist ađ Hrauni í Öxnadal 16. nóvember 1807. Jónas lést 37 ára gamall í Kaupmannahöfn 26. maí 1845.

Jónas er eitthvert ástsćlasta skáld Íslendinga fyrr og síđar. Fćđingardagur Jónasar er tileinkađur íslenskri tungu og kallast dagur íslenskrar tungu.

Bessastađaskóli (1805-1846) var eini framhaldsskóli landsins á sinni tíđ. Ţar voru jafnan milli 40 og 60 nemendur í tveimur bekkjum. Jónas stundađi ţar nám árin 1823-1829. Hćgt var ađ sćkja um svokallađa ölmusu (námsstyrk) sem nam 40 ríkisdölum árlega. Samtals voru til úthlutunar 24 heilar ölmusur á ári.

Bréfiđ hér er umsókn móđur Jónasar áriđ 1823 um ölmusu handa Jónasi. Sótt var um til biskups en frá fornu fari voru latínuskólar undir stjórn kirkjunnar. Biskup veitti Jónasi hálfa ölmusu. Efst á bréfinu er bókunarnúmer í bréfadagbók biskupsembćttisins, ţ.e. mál nr. 58, barst 15. júlí 1823. Neđst á bréfiđ er skráđ ađ ţví var svarađ 25. júlí 1823. Nr. 17 á spássíu merkir ađ ţetta er umsókn númer 17.

 

Bréf Rannveigar er hér til einföldunar skrifađ međ nútímastafsetningu.

Háeđla og háćruverđugi herra biskup

Ţar sem kóngleg náđ hefur veitt gáfuđum, fátćkum piltum gefins uppheldi eđur ölmusu viđ latínuskólann á Bessastöđum til ađ framast til mennta og menningar föđurlandinu til nytsemdar, ţá biđ ég sem fátćk prestsekkja auđmjúkast yđar háćruverđugheit ađ sonur minn, Jónas Hallgrímsson 16 ára gamall, ađ annarra sögn (sem honum hafa kennt nokkuđ) gćtinn og gáfađur unglingur, mćtti fyrir yđar manngćsku, samt fulltingi, verđa inntekinn á heila eđur hálfa ölmusu á Bessastöđum nćstkomandi haust, ţar efni mín leyfa mér ekki ađ geta haldiđ honum til lćrdómsiđkana, en ţykir ísjárvert ađ hann fátćktar vegna ţurfi ađ hćtta viđ svo búiđ, mćtti ég dirfast til ađ biđja yđar háćruverđugheit um andsvar hvort ég kunni bćnheyrđ ađ verđa eđur ei.

Í stćrstu undirgefni,

Steinstöđum, ţann 2. júlí 1823           Rannveig Jónasdóttir 


Ţetta efni er frá:
Ţjóđskjalasafni Íslands


 

Athugasemdir gesta


Skráđu athugasemd


Nafn:

Póstfang:
Athugasemdir:

Umsjón