Gripið niður í G-93/49:
Eitt lítið veður=QUER með skýringum handa BÆNDUM OG HÚSSFREYJUM, SJÓFARENDUM, LOFTFARENDUM og allri AL=ÞÍIÐU.
Saman tekið af avíólóg Þ.Þ. í samráði við hans kumpán G.J. Sjóræningjaútgáfan o.fl. Akureyri 1997.
Í kverinu er m.a. safn orða sem höfð eru um veður. Hér eru orðin sem byrja á u og ú.
UÚ
- uppgangsveður = stormur eða bylur í aðsigi
- umhleypingar = þegar oft skiptir um átt
- undirdráttarveður = veðurbreyting sem blika leiddi í ljós
- uppgangur = blika á himni sem leiddi til rigningar
- útlitið óhýrara = verra veður í vændum
- úrfellishrinur = mikil rigning í hvassviðri
- úrfellalaust = þurrt veður
- úrhelli = mikil rigning, stórregn
Í kverinu er einnig nokkuð af málsháttum um veður, en höfundurinn kallar það safn speki.
Speki
- Með byljum fer batnaði veður.
- Býsn skal til batnaðar.
- Að fjúka út í veður og vind.
- Sjaldan viðrar sama um pálma og páska.
- Kvöldroðinn bætir en morgunroðinn vætir.
- Sjaldan nær laugardagsregn sunnudagsmessu.
- Þá er úti vetrarþraut þegar spóinn vellir graut.
- „Sama þýtur í þeim skjá, sem þúsund eru götin á.“
- Að snúast eins og erill í bráðaveðri.
- Sjaldan þýtur í logni lá.
- Öll él birtir upp um síðir.
- Skipast á stuttri stund veður í lofti.
- Trúðu aldrei á vestandögg né vetrarþoku.
- Illt veður er af andskotanum útilátið.
- Votur er vindshalinn.
- Oft kemur blítt eftir strítt.
- Veikur er oftast vorísinn.
- Mey skal að morgni lofa en veður að kvöldi.
- Að nötra eins og strá í vindi.
- Bregðast kann veður til beggja vona.
- Kulvís verður fisið forna.
- Stuttir eru morgnar í Möðrudal.
- Lítið er vort nef en breiðar fjaðrir sagði hrafninn.
- Vandséð er veður að morgni.
- Völt er veraldar blíðan.
- Oft eru kröggur í vetrarferð.
- Vindinn er tornæmt að temja.
- Drjúgur verður dags þeyrinn.
- Brigðular verða þorra þíðurnar.
- Heiðfrost með birtu af hálfskerðu tungli.
- Mig syfjar eins og hund í rosa.