Konur og kvenfélög


Atburðir á skjaladegi eða í tilefni skjaladags


Þjóðskjalasafn Íslands
Borgarskjalasafn Reykjavíkur
Héraðsskjalasafn Kópavogs

Opið á skjaladaginn

Borgarskjalasafn Reykjavíkur og Þjóðskjalasafn Íslands sameinast um dagskrá sem fram fer í húsakynnum Þjóðskjalasafns að Laugavegi 162. Kvenfélagskonur eru sérstaklega velkomnar.

Fyrirlestrar
Haldnir verða 15-20 mínútna fyrirlestrar og vefkynningar í samkomusal á 3. hæð, kl 11:15-15:00, sem hér segir:


Tími Fyrirlesari Efni
11:15 Erla Hulda Halldórsdóttir Kvenfélögin, kvenfrelsið og virði kvenna
12:00 Þorgerður H. Þorvaldsdóttir Snoðkollar og flókatryppi
12:30 Anna Th. Rögnvaldsdóttir Vefur Borgarskjalasafns um Ólaf Thors
13:00 Menntamálaráðherra Opnar nýjan manntalsvef Þjóðskjalasafns Íslands
13:30 Ólöf Garðarsdóttir Um kynferði í manntölum á 18. og 19. öld
14:00 Njörður Sigurðsson Einstæðar mæður og fósturbörn 1901-1940
14:30 Svanhildur Bogadóttir Vefur Borgarskjalasafns um Bjarna Benediktsson


Kynningar

Þjóðskjalasafn, Borgarskjalasafn, Héraðsskjalasafn Kópavogs og Félag héraðsskjalavarða kynna starfsemi sína á 3. hæð. Bækur, kort og plaköt til sölu.

Veitingar

Kaffi, djús og meðlæti í skrifstofurými á 3. hæð.

Getraun

Bæði börn og fullorðnir geta tekið þátt í getraun. Dregið verður úr réttum lausnum og verðlaun veitt.

Vefsýningar

  1. Nýr manntalsvefur Þjóðskjalasafns Íslands
  2. Skjaladagsvefurinn
  3. Vefur um Ólaf Thors
  4. Vefur um Bjarna Benediktsson
  5. Vefur Félags héraðsskjalavarða
  6. Frumskjöl tengd konum og kvenfélögum

Héraðsskjalasafn Akranesskaupstaðar

Opið á skjaladaginn

Héraðsskjalasafnið er opið kl 13 - 15.
Kaffiveitingar.

Til sýnis eru göng úr skjalasafni Kvenfélags Akraness (1926-1994) sem varðveitt eru í Héraðsskjalasafninu.
Einnig verða til sýnis myndir úr Ljósmyndasafninu, úr starfi kvenfélagsins.
Sjá einnig vef Ljósmyndasafns Akraness.

Héraðsskjalasafn Borgfirðinga

Héraðsskjalasafn Borgarfjarðar verður ekki með opið hús á norræna skjaladeginum en sýnir í vikunni þar á eftir, 16. - 20. nóvember, skjöl og myndir sem tengjast Kvenfélagi Borgarness og Skallagrímsgarðinum í Borgarnesi.

Héraðsskjalasafn Ísfirðinga

Í tilefni norræna skjaladagsins verður opnuð sýning í Gamla sjúkrahúsinu á skjölum kvenfélaga í fórum skjalasafnsins. Sýningin er á 2. hæð hússins og er opin virka daga milli 13 og 19 en laugardaga milli 13 og 16. Allir eru velkomnir á laugardaginn og það verður heitt á könnunni.


Héraðsskjalasafn Vestur-Húnavatnssýslu

Á Skjalasafni Húnaþings vestra verður lokað á skjaladeginum, en opið frá 13-16 föstudaginn 13. nóvember. Þar verða til sýnis gerðabækur frá kvenfélögum og handskrifað blað sem kvenfélagið Freyja gaf út í mörg ár og sitthvað fleira.


Héraðsskjalasafn Austur-Húnavatnssýslu

Það verður ekki opið á skjaladeginum sjálfum. Hins vegar verður sýning á opnunardögum í vikunni þar á eftir og jafnvel eitthvað lengur. Það verður engin sérstök dagskrá, en kaffi og með því fyrir gesti.


Héraðsskjalasafn Skagfirðinga

Héraðsskjalasafn Skagfirðinga verður ekki opið á skjaladeginum, en leggur til efni á skjaladagsvefinn.


Héraðsskjalasafnið á Akureyri

Opið á skjaladaginn

Opið hús verður á Héraðsskjalasafninu á Akureyri, Brekkugötu 17, laugardaginn 14. nóv. kl. 12:00-17:00.
Út nóvember stendur þar yfir sýning sem helguð er kvenfélögum í héraðinu. Á sameiginlegri vefsíðu Þjóðskjalasafns og héraðsskjalasafnanna má einnig sjá valið efni um þema norræna skjaladagsins „Konur og kvenfélög“. Heitt á könnunni!


Héraðsskjalasafn Austfirðinga

Opið á skjaladaginn

Hjá Héraðsskjalasafni Austfirðinga verður opið frá kl. 16:00 - 19:00 á norræna skjaladaginn. Í anddyri Safnahússins verða sýnd skjöl frá austfirskum kvenfélögum, en 10 félög hafa afhent safninu skjöl sín til vörslu. Einnig verða sýndar nokkrar myndir úr eigu Ljósmyndasafns Austurlands af félagskonum í leik og starfi. Þá verður einnig dagskrá í Safnahúsinu þennan dag í tilefni „Daga myrkurs“ sem Héraðsskjalasafnið og Minjasafnið standa sameiginlega að. Dagskráin er í tali og tónum, helguð skáldinu Erni Arnarsyni. Aðgangur er ókeypis.


Héraðsskjalasafn Neskaupstaðar

Héraðsskjalasafn Neskaupstaðar verður ekki opið á skjaladeginum, en leggur til efni á skjaladagsvefinn.


Héraðsskjalasafn Austur-Skaftafellssýslu

Opið á skjaladaginn

Það verður opið hjá Héraðsskjalasafni A-Skaft. á skjaladaginn kl. 10:00 - 14:00.
Það verður sýning í bókasafninu á skjölum, ljósmyndum, smámunum ofl. úr fórum kvenfélaganna. Einnig verður opið inn í skjalageymslu. Kaffi á könnunni og eitthvað meðlæti. Sýningin (eða hluti af henni) verður svo opin út nóvember.


Héraðsskjalasafn Rangæinga og V-Skaftfellinga

Héraðsskjalasafn Rangæinga og V-Skaftfellinga verður ekki opið á skjaladeginum.



Héraðsskjalasafn Vestmannaeyja

Opið á skjaladaginn

Það verður sýning í anddyri Safnahúss, undir heitinu „Konur og kvenfélög“ : Kvenfélagið Líkn, þar sem sýnt er úrval skjala úr sögu Líknar, ásamt myndum úr starfsemi félagsins. Sýningin er jafnframt hluti af dagskrá menningarhátíðarinnar „Nótt safnanna“ og „Safnahelgi á Suðurlandi“, sem haldin verður helgina 6. til 8. nóvember næstkomandi, og mun standa út nóvembermánuð. Sýningin hefst viku fyrir norræna skjaladaginn og verður opin á opnunartíma hússins, laugardaginn 14. nóvember 2009.



Héraðsskjalasafn Árnesinga

Héraðsskjalasafn Árnesinga verður ekki opið á skjaladeginum, en leggur til efni á skjaladagsvefinn. Sýning á skjölum kvenfélaga í sýslunni undir heitinu „Konur og kvenfélög“ opnaði á Safnahelgi á Suðurlandi 6. nóvember og stendur út mánuðinn á opnunartíma safnsins. Þetta eru skjöl 13 kvenfélaga, þar með talið Samband sunnlenskra kvenna og Kvennalistanns á Suðurlandi. Á sýningunni kennir margra grasa, gjörðabækur, sjóðbækur, bækur um ljósaböð, bréf, ljósmyndir o.fl. Þeim sem koma er bent á að það má snerta skjölin.