Atburðir á skjaladegi eða í tilefni skjaladags
Þjóðskjalasafn Íslands
Borgarskjalasafn Reykjavíkur
Héraðsskjalasafn Kópavogs
Borgarskjalasafn Reykjavíkur og Þjóðskjalasafn Íslands sameinast um dagskrá sem fram fer í húsakynnum Þjóðskjalasafns að Laugavegi 162. Kvenfélagskonur eru sérstaklega velkomnar.
Fyrirlestrar
Haldnir verða 15-20 mínútna fyrirlestrar og vefkynningar í samkomusal á 3. hæð, kl 11:15-15:00, sem hér segir:
Tími | Fyrirlesari | Efni |
11:15 | Erla Hulda Halldórsdóttir | Kvenfélögin, kvenfrelsið og virði kvenna |
12:00 | Þorgerður H. Þorvaldsdóttir | Snoðkollar og flókatryppi |
12:30 | Anna Th. Rögnvaldsdóttir | Vefur Borgarskjalasafns um Ólaf Thors |
13:00 | Menntamálaráðherra | Opnar nýjan manntalsvef Þjóðskjalasafns Íslands |
13:30 | Ólöf Garðarsdóttir | Um kynferði í manntölum á 18. og 19. öld |
14:00 | Njörður Sigurðsson | Einstæðar mæður og fósturbörn 1901-1940 |
14:30 | Svanhildur Bogadóttir | Vefur Borgarskjalasafns um Bjarna Benediktsson |
Kynningar
Þjóðskjalasafn, Borgarskjalasafn, Héraðsskjalasafn Kópavogs og Félag héraðsskjalavarða kynna starfsemi sína á 3. hæð. Bækur, kort og plaköt til sölu.
Veitingar
Kaffi, djús og meðlæti í skrifstofurými á 3. hæð.
Getraun
Bæði börn og fullorðnir geta tekið þátt í getraun. Dregið verður úr réttum lausnum og verðlaun veitt.
Vefsýningar
- Nýr manntalsvefur Þjóðskjalasafns Íslands
- Skjaladagsvefurinn
- Vefur um Ólaf Thors
- Vefur um Bjarna Benediktsson
- Vefur Félags héraðsskjalavarða
- Frumskjöl tengd konum og kvenfélögum
Héraðsskjalasafn Akranesskaupstaðar
Héraðsskjalasafnið er opið kl 13 - 15.
Kaffiveitingar.
Til sýnis eru göng úr skjalasafni Kvenfélags Akraness (1926-1994) sem varðveitt eru í Héraðsskjalasafninu.
Einnig verða til sýnis myndir úr Ljósmyndasafninu, úr starfi kvenfélagsins.
Sjá einnig vef Ljósmyndasafns Akraness.
Héraðsskjalasafn Borgarfjarðar verður ekki með opið hús á norræna skjaladeginum en sýnir í vikunni þar á eftir, 16. - 20. nóvember, skjöl og myndir sem tengjast Kvenfélagi Borgarness og Skallagrímsgarðinum í Borgarnesi.
Í tilefni norræna skjaladagsins verður opnuð sýning í Gamla sjúkrahúsinu á skjölum kvenfélaga í fórum skjalasafnsins. Sýningin er á 2. hæð hússins og er opin virka daga milli 13 og 19 en laugardaga milli 13 og 16. Allir eru velkomnir á laugardaginn og það verður heitt á könnunni.
Héraðsskjalasafn Vestur-Húnavatnssýslu
Á Skjalasafni Húnaþings vestra verður lokað á skjaladeginum, en opið frá 13-16 föstudaginn 13. nóvember. Þar verða til sýnis gerðabækur frá kvenfélögum og handskrifað blað sem kvenfélagið Freyja gaf út í mörg ár og sitthvað fleira.
Héraðsskjalasafn Austur-Húnavatnssýslu
Það verður ekki opið á skjaladeginum sjálfum. Hins vegar verður sýning á opnunardögum í vikunni þar á eftir og jafnvel eitthvað lengur. Það verður engin sérstök dagskrá, en kaffi og með því fyrir gesti.
Héraðsskjalasafn Skagfirðinga verður ekki opið á skjaladeginum, en leggur til efni á skjaladagsvefinn.
Opið hús verður á Héraðsskjalasafninu á Akureyri, Brekkugötu 17, laugardaginn 14. nóv. kl. 12:00-17:00.
Út nóvember stendur þar yfir sýning sem helguð er kvenfélögum í héraðinu.
Á sameiginlegri vefsíðu Þjóðskjalasafns og héraðsskjalasafnanna má einnig sjá valið efni um þema norræna skjaladagsins „Konur og kvenfélög“. Heitt á könnunni!
Hjá Héraðsskjalasafni Austfirðinga verður opið frá kl. 16:00 - 19:00 á norræna skjaladaginn. Í anddyri Safnahússins verða sýnd skjöl frá austfirskum kvenfélögum, en 10 félög hafa afhent safninu skjöl sín til vörslu. Einnig verða sýndar nokkrar myndir úr eigu Ljósmyndasafns Austurlands af félagskonum í leik og starfi. Þá verður einnig dagskrá í Safnahúsinu þennan dag í tilefni „Daga myrkurs“ sem Héraðsskjalasafnið og Minjasafnið standa sameiginlega að. Dagskráin er í tali og tónum, helguð skáldinu Erni Arnarsyni. Aðgangur er ókeypis.
Héraðsskjalasafn Neskaupstaðar
Héraðsskjalasafn Neskaupstaðar verður ekki opið á skjaladeginum, en leggur til efni á skjaladagsvefinn.
Héraðsskjalasafn Austur-Skaftafellssýslu
Það verður opið hjá Héraðsskjalasafni A-Skaft. á skjaladaginn kl. 10:00 - 14:00.
Það verður sýning í bókasafninu á skjölum, ljósmyndum, smámunum ofl. úr fórum kvenfélaganna. Einnig verður opið inn í skjalageymslu. Kaffi á könnunni og eitthvað meðlæti. Sýningin (eða hluti af henni) verður svo opin út nóvember.
Héraðsskjalasafn Rangæinga og V-Skaftfellinga
Héraðsskjalasafn Rangæinga og V-Skaftfellinga verður ekki opið á skjaladeginum.
Héraðsskjalasafn Vestmannaeyja
Það verður sýning í anddyri Safnahúss, undir heitinu „Konur og kvenfélög“ : Kvenfélagið Líkn, þar sem sýnt er úrval skjala úr sögu Líknar, ásamt myndum úr starfsemi félagsins. Sýningin er jafnframt hluti af dagskrá menningarhátíðarinnar „Nótt safnanna“ og „Safnahelgi á Suðurlandi“, sem haldin verður helgina 6. til 8. nóvember næstkomandi, og mun standa út nóvembermánuð. Sýningin hefst viku fyrir norræna skjaladaginn og verður opin á opnunartíma hússins, laugardaginn 14. nóvember 2009.
Héraðsskjalasafn Árnesinga verður ekki opið á skjaladeginum, en leggur til efni á skjaladagsvefinn. Sýning á skjölum kvenfélaga í sýslunni undir heitinu „Konur og kvenfélög“ opnaði á Safnahelgi á Suðurlandi 6. nóvember og stendur út mánuðinn á opnunartíma safnsins. Þetta eru skjöl 13 kvenfélaga, þar með talið Samband sunnlenskra kvenna og Kvennalistanns á Suðurlandi. Á sýningunni kennir margra grasa, gjörðabækur, sjóðbækur, bækur um ljósaböð, bréf, ljósmyndir o.fl. Þeim sem koma er bent á að það má snerta skjölin.