Konur og kvenfélög


Kvenfélagið Hringur Mývatnssveit


Hringskonur árið 1914

Hringskonur árið 1914. Konur á myndinni frá vinstri:
Guðrún Jóhannesdóttir, Geiteyjarströnd. Stefanía Stefánsdóttir, Neslöndum. Sigríður Jóhannesdóttir, Neslöndum. Guðbjörg Stefánsdóttir, Garði. Hólmfríður Jóhannesdóttir, Reykjahlíð. Elín Halldórsdóttir, Kálfaströnd. Anna Indriðadóttir, Álftagerði. Guðfinna Guðnadóttir, Grænavatni. Hólmfríður Þorsteinsdóttir, Kálfaströnd. Kristín Jónsdóttir, Grænavatni. Kristín Einarsdóttir, Grænavatni. Guðrún Einarsdóttir, Reykjahlíð. Jakobína Pétursdóttir, Litluströnd. Sigríður Jónsdóttir, Neslöndum. Þuríður Einarsdóttir, Vogum. Sólveig Pétursdóttir, Baldursheimi. Guðfinna Jónsdóttir, Reykjahlíð. Sigrún Jónsdóttir, Litluströnd. Sólveig Stefánsdóttir, Vogum. Kristjana Hallgrímsdóttir, Reykjahlíð. Jónasína Jónsdóttir, Reykjahlíð. Sigurbjörg Jósafatdóttir, Álftagerði. Ingibjörg Marteinsdóttir, Geiteyjarströnd. Steinunn Jósafatsdóttir, Baldursheimi.


Kvenfélagið Hringur var stofnað sumardaginn fyrsta 1901 að Skútustöðum í Mývatnssveit. Ólöf Valgerður Jónasdóttir, Vogum og Guðbjörg Stefánsdóttir í Garði boðuðu til kvenfundar þennan dag og mættu 36 konur á fundinn. Tillaga um að konur í Mývatnsveit stofnuðu með sér félag var samþykkt samhljóða.

Félagið hlaut nafnið Hringurinn. Árið 1966 var Hring breytt í slysavarnardeild og hefur starfað síðan eftir lögum Slysavarnarfélags Íslands.


Þetta efni er frá:
Héraðsskjalasafni Þingeyinga
Texti: Snorri Guðjón Sigurðsson