Kvenfélög í Húnaþingi vestra

Fundargerð frá árinu 1927.
Í Húnaþingi vestra eru starfandi fimm kvenfélög, en voru fleiri hér áður fyrr. Störf þeirra hafa verið með hefbundnum hætti, þ.e. að halda kaffisölur við ýmis tækifæri og einnig reynt að afla peninga á margan hátt. Síðan hefur þessi peningur verið gefinn til góðgerðarmála og til styrktar einstaklingum og félögum.

Síða úr blaðinu „Græðlingur“ frá 1973.
Hér áður fyrr var meiri starfsemi, þá áttu félögin t.d. spunavélar sem félagsmenn fengu aðgang að. Þá voru haldin námskeið í allskonar hannyrðum og kvenlegum dyggðum (eins og stendur í gamalli fundargerð). Hér áður fyrr gaf allavega eitt Kvenfélag út handskrifað blað um nokkra ára skeið. Það verður til sýnis á Skjaladaginn ásamt fundargerðarbókum frá kvenfélögum á svæðinu.
Þetta efni er frá:
Héraðsskjalasafni Vestur-Húnavatnssýslu
Texti: Sigríður Tryggvadóttir.