Konur og kvenfélög


Kvenfélagið Hlíf


Álfadans

Álfadans á Ísafirði.


Kvenfélagið Hlíf er eitt af mörgun starfandi kvenfélögum í Ísafjarðarbæ. Þrettándabrenna er einn af föstum liðum í starfsemi félagsins. Brennan hefur verið haldin í samvinnu við skátana á Ísafirði í áratugi og er löngu orðin fastur hluti af jólahaldi bæjarbúa. Á meðfylgjandi myndum má sjá álfa, þ.á.m. ljósálfa, stíga dans við brennuna, sennilega árið 1970 og síðan allan hópinn, álfkóng og drottningu með hirð sína, skrattann og ára hans sem og Grýlu, Leppalúða og hyski þeirra.

asd

Álfakóngur og hirðin öll. Einnig Grýla, Leppalúði og hyski þeirra.


Kvenfélagið Hlíf var stofnað árið 1910 og á því aldarafmæli á næsta ári.

Á Héraðsskjalasafninu á Ísafirði er að finna skjöl frá ýmsum kvenfélögum í núverandi Ísafjarðarbæ og verður hluti þeirra til sýnis á skjaladeginum.


Þetta efni er frá:
Héraðsskjalasafninu Ísafirði
Texti: Jóna Símonía Bjarnadóttir.