Konur og kvenfélög


Kvenfélag Akraness


Börn á dagheimilinu Vorboðinn

Börn að leik við Dagheimilið Vorboðann. Myndin er tekin á sjöunda áratug síðustu aldar. Kvenfélagskonur í Kvenfélagi Akraness sáu um rekstur heimilisins.


Kvenfélag Akranes (stofnað 1926) kom að ýmsum málum í bæjarfélaginu. Þær settu m.a. á stofn Dagheimilið Vorboðann árið 1964 og ráku þær heimilið í mörg ár, með styrk frá sveitarfélaginu. Í dag er þar Leikskólinn Teigasel.

Þá studdu kvenfélagskonur ýmis menningarmál, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd - Pýramídisk afstraksjón.

Þetta verk, "Pýramídísk afstraksjón", var sett upp 1975 í tilefni af Kvennaári. Það var Kvenfélag Akraness, Menningarsjóður bæjarins og Sementsverksmiðjan sem stóðu straum af kostnaði.

Pýramídisk afstraksjón

Pýramídisk afstraksjón eftir Ásmund Sveinsson.


Þá þrengdi ekki að listaverkinu eins og e.t.v. nú vegna blokkarbyggingar - og við afhendingu verksins komst Anna Erlendsdóttir, þá formaður kvenfélagsins, svo að orði: „Listaverkið stendur hér við aðalbraut og í sínum kraftmikla einfaldleika blasir það við öllum sem í bæinn koma.“


Þetta efni er frá:
Héraðsskjalasafni Akranesskaupstaðar
Texti: Halldóra og Nanna Þóra