Þjóðskjalasafn Íslands og
Borgarskjalasafn Reykjavíkur
Borgarskjalasafn Reykjavíkur og Þjóðskjalasafn Íslands sameinast um dagskrá sem fram fer í húsakynnum Þjóðskjalasafns að Laugavegi 162.
Fyrirlestrar
Haldnir verða fimm 15-20 mínútna fyrirlestrar í samkomusal á 3. hæð, kl 11:30-15:00, sem hér segir:
Tími | Fyrirlesari | Efni |
11:30 | Anna Agnarsdóttir | Vinir eða óvinir? Samskipti Íslendinga og Breta í aldanna rás |
12:00 | Guðfinna S. Ragnarsdóttir | „Þú berð líka ábyrgð“ |
13:00 | Gunnar Örn Hannesson | Skólapiltar barðir til bókar |
13:30 | Björn Jón Bragason | Hafskipsmálið í ljósi nýfundinna skjala |
14:00 | Ólafur Ásgeirsson | Fyrsti raðmorðingi Íslandssögunnar |
Skoðunarferðir í skjalageymslur
Gestum er boðin leiðsögn um skjalageymslur kl. 12:30 og kl. 14:30. Lagt er af stað úr anddyri.
Kynningar
Þjóðskjalasafn og Borgarskjalasafn kynna starfsemi sína í skrifstofurými á 3. hæð. Bækur, kort og plaköt til sölu.
Veitingar
Kaffi og kleinur, kakómjólk og djús í skrifstofurými á 3. hæð.
Getraun
Bæði börn og fullorðnir geta tekið þátt í getraun. Dregið verður úr réttum lausnum og verðlaun veitt.
Sýningar
Héraðsskjalasafn Akranesskaupstaðar
Leirár- og Beitistaðaprentið
Vökudagar á Akranesi 2008 - Norræni skjaladagurinn
Laugardaginn 8. nóvember kl. 14:00 býður Bókasafn Akraness, Héraðsskjalasafn Akraness og Snorrastofa upp á dagskrá um hið merka Leirár- og Beitistaðaprent, sem verður flutt í Tónbergi, sal Tónlistarskóla Akraness, að Dalbraut 1.
Erindi flytja:
Dagskráin er öllum opin og er aðgangur ókeypis. Boðið verður upp á veitingar.
Ráðstefnustjóri er Bergur Þorgeirsson, Snorrastofu.
Að þessu sinni er Héraðsskjalasafn Borgarfjarðar ekki með opið hús á norræna skjaladeginum en í vikunni þar á eftir, 10. - 17. nóvember, er kynning í stigagangi Safnahúss Borgarfjarðar, á starfsemi héraðsskjalasafnsins og sýning á skjölum og myndum sem tengjast þema skjaladagsins sem er gleymdir atburðir.
Héraðsskjalasafn Ísfirðinga verður ekki opið á skjaladeginum, en Gamla sjúkrahúsið á Eyrartúni verður opið á laugardeginum 8. nóvember og þar verða sýningar uppi.
Héraðsskjalasafn Vestur-Húnavatnssýslu
Á Skjalasafni Húnaþings vestra munu liggja frammi á skjaladaginn ýmis skjöl sem tilheyra Jakobi H. Líndal jarðvegsfræðingi (1880-1951). Í safninu er til æði mikið sem honum tilheyrði bæði stórt og mikið bréfasafn, kort um jarðfræði æviágrip hans skrifað af honum sjálfum og ýmislegt fleira.
Héraðsskjalasafn Skagfirðinga verður ekki opið á skjaladeginum, en leggur til efni á skjaladagsvefinn.
Á skjaladaginn, 8. nóvember, verður Héraðsskjalasafnið á Akureyri opið kl. 13:00 - 17:00. Sýning um gleymda atburðinn 100 ára afmæli Akureyrarkaupstaðar 1962 verður opin í sýningaranddyri á 1. hæð. Þar verður dagskrá hátíðahaldanna gerð skil, sýndar myndir, skjöl, minjagripir, gjafir og fleira sem tengdist þessari miklu hátíð sem fjölmargir minnast, en aðrir hafa gleymt eða aldrei heyrt um.
Boðið verður uppá leiðsögn um sýninguna, spjall um safnið og spurningum svarað og einnig verður heitt á könnunni.
Á vef skjaladagsins er þar að auki minnst tveggja annarra gleymdra atburða, þ.e. Hvalveiðiævintýri Havsteens 1882 og Fyrstu kvikmyndasýningar á Íslandi 1903.
Þó Héraðsskjalasafn Austfirðinga taki ekki þátt í formlegri dagskrá skjaladagsins þetta árið verður safnið opið laugardaginn 8. nóvember frá kl. 13:00-16:00. Forstöðumaður safnsins mun þá taka á móti gestum, kynna starfsemina og svara spurningum um hana. Til sýnis verða skjöl og myndir sem tilheyra safnkosti héraðsskjalasafnsins.
Héraðsskjalasafn Árnesinga verður ekki opið á skjaladeginum, en leggur til efni á skjaladagsvefinn.