Persónuheimildir


Þema skjaladagsins árið 2007 er mannlíf í skjölum (mennesket i arkivet). Markmiðið er að vekja áhuga á rannsóknum á persónusögu, beina athygli að heimildum sem koma að gagni við slíkar rannsóknir og þeim skjalasöfnum sem varðveita þau gögn. Upplýsingar um persónuheimildir munu geta komið mörgum að góðum notum, bæði almenningi og fræðimönnum, og beint sjónum að þeim rannsóknarmöguleikum sem felast í skjölum í vörslu skjalasafna landsins.

Heimildir sem valdar eru í tengslum við þemað einstaklingar í skjalasöfnum taka ýmist til allrar íslensku þjóðarinnar, stórs hluta hennar eða íbúa sveitarfélags eða annarra hópa/stétta, svo sem bænda, sjómanna, skattgreiðenda o.s.frv. Manntöl, búnaðarskýrslur, íbúaskrár og kirkjubækur eru dæmi um lykilheimildir í þessu sambandi, en ótal aðrar heyra hér til einnig.



Fjallað er um eftirtaldar persónuheimildir hér á vefnum: