Farskólar


Heiti heimildar: Farskólar í Svarfaðardal

Tímabil: 1909-1954

Tilurð: Hinn 1. júní 1908 tóku gildi ný lög um fræðslu barna. Með þeim var hert á fræðsluskyldu og eftirliti, sveitarfélögum gert að leggja fram fé til þessa. Heimilin skyldu þó sjáf annast tilsögn, unz börn næðu 10 ára aldri. Þá áttu þau að vera nokkurn veginn læs og skrifandi.

Samkvæmt fræðslusamþykkt áttu öll börn Svarfdæla fræðsluhéraðs á aldrinum 10-14 ára að njóta farkennslu að minnsta kosti átta vikur á ári í 4 ár, nema fræslunefnd veiti undanþágu, en undanþágu mátti veita hverjum þeim sem talinn var fær um að uppfræða börn svo að hinu settu fræðslumarki yrði náð. Ef foreldrar óhlýðnuðust ákvæðum fræðslusamþykktarinnar mátti beita þá sektum skv. 6. gr. laga um fræðslu barna 22. nóv. 1907.

Farskóli Svarfdæla starfaði óslitið en með breytingum á kennslustöðum allt þar til Húsabakkaskóli hóf göngu sína 1955. Tiltölulega snemma fækkaði kennslustöðunum í Dalvík, Grund og Urðir, þó var stundum kennt í Skíðadal annað hvort á Þverá eða í Hlíð.

Fyrstu kennarar voru Þórarinn Kristjánsson (síðar Eldjárn) á Tjörn og Ólafur Jónsson á Höfða í Höfðahverfi.

Upplýsingar:

Aðgangur: Yfirleitt án takmarkana, með fyrirvara um ástand skjala.

Safn: Héraðsskjalasöfn.

Tilvísun í hvaða skjölum eða hjá hvaða embættum má finna sömu upplýsingar eða hliðstæðar:



Dagbók farskólans á Grund
Úr dagbók fyrir farskólann á Grund í Svarfaðardal veturinn 1909.

Prófbók farskólans á Urðum
Úr prófbók farskólans á Urðum í Svarfaðardal vorið 1912.

Efni síðunnar kemur frá: Héraðsskjalasafni Svarfdælinga.