Djúpbátarnir


Ásgeir litli
Ásgeir litli: Allt fram til 1890 voru engar fastar samgöngur á sjó milli Ísafjarðarkaupstaðar og bænda við Djúp. Árið 1889 festi Ásgeir G. Ásgeirsson kaupmaður á Ísafirði, kaup á litlum gufubát sem hlaut nafnið Ásgeir litli og er fyrsta gufuskipið í eigu Íslendinga. Fljótlega eftir komu skipsins árið 1890 varð úr að það hóf áætlunarsiglingar um Djúp og hélt því til ársins 1904. Ljósm.: Björn Pálsson/Ljósmyndasafnið Ísafirði.


Tóti
Tóti: Ári síðar kom vélskipið Tóti til Ísafjarðar. Hann var í eigu bræðranna H.S. Bjaransonar konsúls og P.M. Bjarnasonar. Hann sá um Djúpbátsferðir fram til síðla árs 1907 að hann rak á land og ónýttist. Myndin er tekin árið 1907, líklega í tilefni konungskomunnar.
Ljósm.: Björn Pálsson/Ljósmyndasafnið Ísafirði.