„Rusl“ í gámi

Maður nokkur hringdi í skjalasafn og sagði frá því með öndina í hálsinum að verið væri að fleygja í ruslið skjölum af háalofti í húsi þar sem löngu áður hafði verið starfrækt prentsmiðja. Þegar komið var á staðinn var allt um seinan og „ruslið“ farið. Fór því skjalavörður ásamt fyrrnefndum manni að sorpgámum í bænum til að kanna aðstæður. Viti menn, í gámnum var fjöldinn allur af svörtum ruslapokum og því var ekki um annað að ræða en að bregða sér í hlífðargallann og hoppa ofaní gáminn! Þarna var dvalið lengi dags og rótað og nokkrum pokum kippt upp úr gámnum og þeir settir í geymslu, sem reyndar var gömul hlaða. Það segir sig sjálft að þetta var hin óþrifalegasta vinna og þurfti skjalavörður að seja upp hanska, grímu og húfu við kraftgallann til þess að geta snert á þessum skjölum.

Aðalbjörg Sigmarsdóttir,
Héraðsskjalasfninu á Akureyri