Raflagnateikningar eru til margra hluta brúklegar
Maður nokkur kom á Borgarskjalasafn og fékk afrit af raflagnateikningu af húsi sem hann hafði nýlega fest kaup á. Þegar bornar voru saman lagnir og teikningar var eitthvað sem ekki stóðst. Í ljós kom að fyrri húsráðendur höfðu ekki þurft á einu herbergi að halda og höfðu þeir lokað því af með plötum og málað yfir. Hinn nýi húseigandi reif burt plöturnar, græddi eitt aukaherbergi og var að vonum ánægður eins og gefur að skilja.
Svanhildur Bogadóttir,
Borgarskjalasafni Reykjavíkur