Annáll ársins 1974
Í annálnum er getið helstu atburða ársins 1974 í hverjum mánuði fyrir sig.
Hægt er að velja mánuð til skoðunar hér til hægri.
Hvað hefur breyst á þrjátíu árum?
Árið 1974 voru 25 friðlýst svæði á landinu sem þöktu samtals 5.364 km
2. Árið 2002 voru friðlýst svæði alls 91 og þöktu 9985 km
2.
Íbúar á landinu 31. desember 1974 voru 216.695, karlmenn voru 109.537 en konur 107.158. Á árinu 1974 fæddust 4.276 lifandi börn en dauðsföll voru 1.495.
Íbúar á landinu 31. desember 2003 voru 290.570, karlmenn voru 145.401 en konur 145.169. Á árinu 2003 fæddust 4.142 lifandi börn en dauðsföll voru 1.826.
Árið 1974 fórust 92 Íslendingar af slysförum. 29 drukknuðu, 20 fórust í umferðarslysum, í flugslysum 9, í snjóflóðum 12.
Á árinu 1974 komu tæplega 70.000 útlendingar til landsins, langflestir frá Bandaríkjunum. Árið 2003 komu um 280.000 útlendir ferðamenn til landsins.
Árið 1971 voru 70 konur og 2.009 karlar í stjórnum, nefndum og ráðum ríkisins. Á árunum 2001-2003 voru í stjórnum, nefndum og ráðum ríkisins 1.014 konur og 2.519 karlar.
Vísitala neysluverðs, byggð á vísitölugrunni frá 1968, var 335,0 stig í október 1974, en 74.937,5 stig í október 2004.
Meðalsöluverð á Bandaríkjadal var 10.024 kr (gamlar) árið 1974, en er 71,49 það sem af er árinu 2004.
Tafla 1 - Stærstu þéttbýlisstaðir:
Þéttbýlisstaður | 1974 | 2003 |
Reykjavík | 84.772 | 113.387 |
Kópavogur | 12.090 | 25.291 |
Akureyri | 11.689 | 16.048 |
Hafnarfjörður | 11.372 | 21.190 |
Keflavík | 6.113 | 7.963 |
Vestmannaeyjar | 4.396 | 4.349 |
Ísafjörður | 3.054 | 2.742 |
Neskaupstaður | 1.653 | 1.467 |
Tafla 2 - Heildarafli:
Afli | 1974 | 2003 |
Þorskur | 241.075 | 206.405 |
Ýsa | 34.401 | 60.330 |
Ufsi | 65.178 | 51.935 |
Karfi | 37.576 | 111.143 |
Síld | 40.471 | 250.097 |
Loðna | 462.230 | 675.625 |
Annað | 60.448 | 624.009 |
Samtals | 941.379 | 1.979.545 |
Tafla 3 - Búfjáreign:
Búfjáreign | 1974 | 2004 |
Nautgripir | 66.530 | 67.225 |
- þar af mjólkurkýr | 37.000 | 25.508 |
Sauðfé | 863.638 | 469.657 |
Hross | 44.330 | 73.367 |
Tafla 4 - Hjónavígslur og lögskilnaðir:
Vígslur/skilnaðir | 1974 | 2003 |
Hjónavígslur á 1000 íbúa | 8,8 | 5,1 |
Kirkjulegar vígslur (%) | 89,0 | 82,4 |
Borgaralegar vígslur (%) | 11,0 | 17,6 |
Lögskilnaðir á 1000 íbúa | 1,7 | 1,8 |
Lögskilnaðir á 1000 hjón | 8,7 | 10,7 |
Tafla 5 - Brautskráðir stúdentar:
Stúdentar | 1974 | 2003 |
Karlar | 513 | 974 |
Konur | 462 | 1.556 |
Karlar (% af tvítugum) | 24 | 45 |
Konur (% af tvítugum) | 23 | 71 |