11. | Þórbergur Þórðarson rithöfundur deyr. |
19. | Geirfinnur Einarsson hverfur í Keflavík. Upphaf Geirfinnsmáls eða Guðmundar- og Geirfinnsmáls. Það tröllreið þjóðfélaginu næstu árin og því er í rauninni ekki enn lokið. |
23. | Páll Ísólfsson tónskáld deyr. |
24. | Ægir tekur vestur-þýskan togara, Arcturus, í landhelgi og færði hann til Vestmannaeyja. Í fyrsta skipti sem togari er tekinn innan 50 mílnanna. Vegna landhelgisdeilunnar tóku tollaívilnanir, sem samið hafði verið um við EB, ekki gildi. Klippt var á togvíra nokkurra togara. |
29. | Löndunarbann sett á íslensk fiskiskip í þýskum höfnum. |
Skopmynd af gráðugum, erlendum sægreifum sem senda skip sín á Íslandsmið. Myndin er úr bæklingi sem Íslendingafélagið í Stokkhólmi gaf út, ásamt stúdentum þar í borg, til stuðnings málstað Íslands í deilunni um 50 mílna landhelgi Íslands.
Forsætisráðuneytið DA/4.1.