Lest tuttugu pósthesta fór frá Reykjavík til Vindheimamela í Skagafirði og flutti m.a. sérstaklega stimpluð umslög.
2.Ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar (Ólafía) biðst lausnar.
12.Sprenging í Kjötiðnaðarstöð KEA á Akureyri veldur stórtjóni. Sjá einnig hérna.
14.Hringvegurinn formlega opnaður. Magnús Torfi Ólafsson samgönguráðherra sagði við það tækifæri: „Síðasta haftinu, sem hamlaði greiðri för með byggðum hringinn í kringum landið, hefur verið rutt úr vegi og þar með er Ísland orðið annað land og enn betra en það hefur verið fram til þessa“. Sjá nánari umfjöllun um hringveginn.
25.Útfærsla landhelginnar í 50 mílur úrskurðuð ólögleg hjá alþjóðadómstólnum í Haag.
28.Um 50.000 manns á þjóðhátíðinni á Þingvöllum í tilefni 1100 ára byggðar í landinu (sjá nánar). Halldór Laxness flutti ávarp og Tómas Guðmundsson ljóð, einnig forseti Íslands og ýmsir framámenn og gestir erlendra ríkja fluttu árnaðaróskir. Á hátíðarfundi Alþingis var ákveðið að verja eitt þúsund milljónum króna til landgræðslu og gróðurverndar á árunum 1975-1979. Landgræðslan keypti flugvélina Gunnfaxa til frædreifingar og miklu fræi og áburði dreift með flugvélum næstu ár.

Bæklingur til stuðnings málstað Íslands í landhelgisdeilunni 1974
Forsíða bæklings til stuðnings málstað Íslands í landhelgisdeilunni 1974. Íslendingafélagið í Stokkhólmi stóð að útgáfu bæklingsins ásamt stúdentum í Stokkhólmi.
Forsætisráðuneytið DA/4.1.