12. | Gunnar Gunnarsson og Þórbergur Þórðarson sæmdir titlinum doctor litterarum islandicum honoris causa við heimspekideild Háskóla Íslands. Sama dag var Peter Hallberg gerður heiðursdoktor. |
21. | Alþingi afhentar undirskriftir „Varins lands“ þar sem skorað var á ríkisstjórn og Alþingi að „leggja á hilluna ótímabær áform um uppsögn varnarsamningsins við Bandaríkin og brottvísun varnarliðsins“. Alls rituðu 55.522 atkvæðisbærir borgarar undir áskorunina. |
24. | Prentaraverkfall hófst og stóð til 9. maí. Varðskipið Týr kemur til landsins. |