| Reykjavíkurskákmótið. Smyslow frá Rússlandi varð sigurvegari.
Hugmyndir voru uppi um stóriðju á Austurlandi, gert ráð fyrir stíflu við Eyjabakkalón, virkjun við Bessastaði í Fljótsdal og að verksmiðja yrði reist í Reyðarfirði.
Deilur um silfurhestinn, viðurkenningu bókmenntagagnrýnenda, sem Hannes Pétursson hlaut. Helgi Hálfdánarson taldi að Hannes hefði átt að afþakka heiðurinn. Síðar fékk Guðbergur Bergsson þessa viðurkenningu og var gripurinn þá uppnefndur „Drullu-Sokki“.
Pétur Sigurðsson og Sverrir Hermannsson, alþingismenn, lögðu fram þingsályktunartillögu um að lögleiða z í íslenskri stafsetningu, en árið áður var z felld niður úr ritmáli með reglugerð. Tillagan var samþykkt á Alþingi með 29 atkvæðum gegn 28. Magnús Torfi Ólafsson menntamálaráðherra neitaði að hlíta þessum málalyktum og lýsti því yfir, að þótt hann heyrði þingsins boðskap væri hann ráðinn í að hafa hann að engu.
|
8. | Concorde þota lenti í Keflavík. Fyrsta hljóðfráa farþegaþotan sem kom til Íslands. |
26. | Kertalog eftir Jökul Jakobsson frumsýnt í Þjóðleikhúsinu. |
Forsíða álitsgerðar stafsetningarnefndar. Menntamálaráðuneytið 1997 DA/182.3.