Starfsmenn Borgarskjalasafns Reykjavíkur Starfsmenn Borgarskjalasafns Reykjavíkur.

Skjöl á sýningu
Skjöl á sýningu.

Sýning í Kringlu skoðuð Sýning í Kringlu skoðuð.

Hluti af skjalasendingu á leið í Borgarskjalasafn Hluti af skjalasendingu á leið í Borgarskjalasafn.

Um Borgarskjalasafn Reykjavíkur

Leiðarljós Borgarskjalasafns Reykjavíkur

Borgarskjalasafnið eflist sem miðstöð heimilda um sögu Reykjavíkur og Reykvíkinga og verði lifandi, fjölbreytt safn með metnaðarfullt starf, bæði á sviði menningar og stjórnsýslu. Safnið kenni Reykvíkingum að kynnast og meta fortíð sína.

Hlutverk Borgarskjalasafns Reykjavíkur

Meginhlutverk safnsins er að leiðbeina borgarstofnunum um skjalamál sín, hafa eftirlit með skjalasöfnum borgarstofnana og varðveita eldri skjöl borgarinnar. Sömuleiðis að hafa skjölin aðgengileg og skráð ásamt því að afgreiða fyrirspurnir úr skjölum skv. gildandi lögum. Ennfremur tekur safnið til varðveislu skjöl einkaaðila og stendur fyrir sýningum og viðburðum í því augnamiða að efla þekkingu á sögu Reykjavíkur og stuðla að rannsóknum á henni.

Lagalegur rammi Borgarskjalasafns

Hlutverk Borgarskjalasafns Reykjavíkur er skilgreint í lögum um Þjóðskjalasafn Íslands nr. 66/1985, reglugerð um héraðsskjalasöfn nr. 283/1994 og samþykkt borgarstjórnar um Borgarskjalasafn Reykjavíkur frá maí 2002.

Lykiltölur um Borgarskjalasafn
  • Starfsmenn Borgarskjalasafns eru 7 talsins.
  • Fjárveiting til safnsins (án innri leigu) er 33 millj. árlega.
  • Fjöldi skjalaafhendinga á ári 120 talsins.
  • Móttekin skjöl árlega 300 hillumetrar.
  • Heildarstærð safnsins 5.500 hillumetrar.
  • Fyrirspurnir á lesstofu voru 1813 talsins árið 2003.
  • Fyrirspurnir í síma eða með tölvupóst 613 talsins árið 2003.
  • Gestir á sýningar um 7.500.
  • Húsnæði 1400 fm í Tryggvagötu 15 og 600 fm fjargeymsla, samtals 2.000 fm.

Svanhildur Bogadóttir