Átt þú leyndan fjársjóð? Átt þú leyndan fjársjóð? Kona skoðar skjöl um liðinn tíma.

Tekið á móti skjölum Íþróttabandalags Reykjavíkur
Tekið á móti skjölum Knattspyrnuráðs Reykjavíkur.

Átt þú leyndan fjársjóð?

Borgarskjalasafn Reykjavíkur sækist eftir að fá til varðveislu skjöl einstaklinga, félaga og fyrirtækja í Reykjavík. Slík skjöl eru mikilvægar heimildir um mannlíf í Reykjavík og eru ómetanlegur fjársjóður fyrir fræðimenn og áhugamenn um sögu Reykjavíkur. Skjöl frá einstaklingum geta verið bréf, dagbækur, ljósmyndir, póstkort, heillaóskakort, heimilisbókhald og hvaðeina sem varpað getur ljósi á líf fólks í borginni. Skjöl frá félögum og fyrirtækjum geta t.d. verið fundargerðar-bækur, bréfasöfn, viðskiptamannabækur, félagaskrár, ljósmyndir og auglýsingar. Þeir aðilar sem afhenda skjöl sín til varðveislu á Borgarskjalasafn geta sett skilyrði um aðgang að þeim eða lokað þeim í ákveðinn tíma.

Ef þú hefur undir höndum skjöl sem þú tekur að eigi erindi á skjalasafn, ekki hika við að hafa samband við Borgarskjalasafn Reykjavíkur í síma 563-1770 eða með pósti á borgarskjalasafn@reykjavik.is og skjalavörður getur metið fyrir þig hvort skjölin eigi erindi til varðveislu á safninu.

Á undanförum árum hefur Borgarskjalasafnið fengið til varðveislu fjölmörg merk söfn frá félögum og einstaklingum og má þar nefna skjöl íþróttafélaga á síðasta ári. Hægt er að skoða hluta af skjalaskrám safnsins á vef safnsins.

Svanhildur Bogadóttir