Í tilefni 1100 ára Íslandsbyggðar skipaði Alþingi Þjóðhátíðarnefnd sem skipuleggja skildi hátíð á Þingvöllum 28. júní 1974. Í flestum byggðarlögum var tímamótanna minnst. Á fundi Borgarstjórnar Reykjavíkur þann 21. janúar 1971 var svo kjörin nefnd til að annast undirbúning 1100 ára afmælis byggðar í Reykjavík. Dagana 3. - 5. ágúst 1974 (verslunarmannahelgi) var svo Þjóðhátíð í Reykjavík þar sem margt var til skemmtunar frá morgni til kvölds. Barnaskemmtanir voru við skóla borgarinnar, skemmtidagskrá við Arnarhól og íþróttakeppni á Laugardalsvelli.
Jóhanna Helgadóttir
Heimildir:
Borgarskjalasafn Reykjavíkur: Málasafn borgarstjóra, öskjur 213 og 226.